Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 34

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 34
30 EIMREIÐIN gjarnt af þeim, s’em geta ferðazt sér til skemmtunar, að telja eftir þótt hinir liafi sjónvarpsdagskrá, sem heima verða að sitja? Þetta eru röksemdir fyrir jtví, að rétt sé að liafa dagskrá svo langa sem hún nú er. En fjárliagsleg geta setur stólinn fyrir dyrnar um frek- ari lengingu og verður það að bíða síðari tíma. Að sjálfsögðu er æskilegt, að íslenzkt efni sé s'em mest í sjónvarps- dagskránni, og leynir sér ekki, að það er yfirleitt livað vinsælast. Hefur tekizt að hafa 35—40% dagskrárinnar innlent efni, ef fréttir, veður og auglýsingar er með talið. Ymsar ástæður eru fyrir því, að íslenzka efnið getur að sinni ekki orðið miklu meira. Það er mörgum sinnum dýrara en erlent efni, og það takmarkast bæði af starfsmannafjölda og húsrými í sjónvarpssal. Það er ekki nóg að taka kvikmyndir, lieldur verður að framkalla jjær, klippa og gera úr jjeim nothæfan dagskrárlið, skrifa og lesa texta eða fella ann- að hljóð að myndinni, gera fortexta og fleira og fleira. Það er oft um- fangsmikið verk að undirbúa dagskrárliði, sem geta virzt vera fábrotnir í sniðum. Þá takmarkar húsnæði i sjónvarpssal framleiðslu íslenzks efnis. Slík- ur salur er aðeins til einn og hann ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða. í jtessum eina sal verður bæði að senda út fréttir, veðurfregnir og marg- vísl'egt annað efni. Það mundi kosta margar milljónir króna að koma upp öðrum slíkum sal og hann jjyrfti algerlega nýja áhöfn tækni- fólks. I upphafi var ekki búizt við, að til rnála kæmi að flytja mikið af ís- lenzkum leikritum. Þó hefur verið farið inn á Jjá braut að flytja eitt slíkt leikrit í máunði hverjum, sum lítil, önnur mikil verk. Kostnaður við leikritin er geysimikill. Gott jólaleikrit kostar til dæmis varla mikið undir liálfri milljón króna. Þess vegna er að'eins flutt eitt slíkt á ári. Erlenda efnið kostar brot af því, sem greiða verður fyrir liið innlenda. Verð á kvikmyndum og sjónvarpsefni er mismunandi eftir fjölda áhorf- enda í }jví landi, sem kaupir. Þess vegna greiðum við aðeins lítinn hluta af Jjví, sent stærri þjóðir greiða fyrir nákvæmlega sömu myndir. Um val á erlendu efni má lengi deila og er ekki við að búast, að það geti tekizt án þess að ýmsir gagnrýni. Á það sérstaklega við um bíómyndir. Þær eru æði misjafnar, en Jjó að mestu leyti hinar sömu sem sýndar eru í sjónvarpi grannlanda okkar. Um hinar spennandi seríur sakamála eða ævintýramynda er það að segja, að þær hafa verið valdar af mestu alúð, livað sem hver segir. All- ar s'eríur, sem hér hafa verið sýndar, liafa Jjótt sýningarhæfar á hinum Norðurlöndunum, og er Jjó vandlega fylgzt með efninu þar. Þessar ser- íur eru meðal Jjeirra meinlausustu sem fást, en fjöldamörgum liefur verið hafnað af Jjví að Jjær hafa sýnt of mikið ofbeldi eða verið of hroll-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.