Eimreiðin - 01.01.1971, Side 35
SJÓNVARP Á ÍSLANDI
31
Vekjandi. Um þessi mál má lengi deila, en yfirleitt hafa rannsóknir
erlendis sýnt, að varanleg áhrif slíks sjónvarpsefnis eru jafnvel á börn
ekki eins mikil og margir halda í fyrstu.
Ég vil að lokum minnast á fréttir, en þær eru dýrasti hluti dagskrár-
innar og sá, sem að ýmsu leyti er mest áherzla lögð á. Tel ég víst, að
áhorfendur sjónvarpsins rnuni Vera sammála urn, að það sé rétt stefna
og ekkert efni hafi rneira gildi. Þó er rétt að geta þess, að fréttastofa
sjónvarpsins er enn svo fáliðuð og býr við svo þröngar aðstæður, að það
er með ólíkindum, hverju hún hefur skilað.
IV
Það 'er útbreidd skoðun, að sjónvarpið sé mikið kennslutæki og beri
að liagnýta þann kost jress til hins ítrasta. Þetta er vissulega rétt, og er
vert að hyggja nokkru nánar að því.
Greint er á milli þess, sem kallað er skólasjónvarp, og hins, sem kallað
er fræðslusjónvarp.
Skólasjónvarp eru dagskrár sendar út í b'einu sambandi við kennslu-
efni skólanna, og koma fyrst og fremst nemendum þeirra að notum.
Þetta efni ætti, ef vel væri, að flytja beint inn í kennslustofur.
Fræðslusjónvarp er liins vegar ýmis konar fræðandi efni, s'em ætlað
er öllurn, er liafa vilja, ungum og gömlum. Þessi alþýðufræðsla getur
verið — og hefur verið — á öllum tímum dagskrárinnar.
Hér á landi er eins og annars staðar gerður sá munur á þessu tvennu,
að ríkisvaldið kostar skólasjónvarp eins og sjálfa skólana, og ræður efni
þess. Hér á landi voru síðasliðið haust hafnar fyrstu tilraunir m'eð
skólasjónvarp í eðlisfræði, og hafði alþingi veitt til þess nokkru fé.
Fræslusjónvarp er lrins vegar þáttur í liinni almennu dagskrá og hef-
ur verið mikið um slíkt efni allt frá byrjun. Þættir um landafræði og
náttúrufræði eru gott dæmi. Ætli kennarar þurfi nú að hafa mikið fyrir
að útskýra fyrir skólabörnum, hverning Ijón eða fílar líti út, svo oft
sem börnin hafa séð þessi dýr í sjónvarpinu? Þættir með tungumála-
kennslu 'eru annað dæmi um alþýðufræðslu sjónvarpsins, einnig þætt-
ir um bifreiðar, og fjöldamargt annað mætti nefna. Þetta fræðsluefni
velur Ríkisútvarpið sjálft og stendur straum af kostnaði við það.
í sambandi við skólasjónvarp, sem nú er að hefja göngu sína, er rétt
að vara við of draumórakenndum hugmyndum um, hvers það kunni að
verða megnugt. Það má nota sjónvarpið til að veita skólurn landsins
ómetanlega aðstoð, en sjónvarpsþættir koma aldrei í stað kennara, held-
ur eru aðeins nýtt hjálpartæki fyrir þá. Ef kennarar vilja notfæra sér
skólasjónvarp getur það komið þeim og nemendum að góðu gagni.
Vilji kennarar ekki nota það, er það að m'estu gagnslaust.