Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Síða 42

Eimreiðin - 01.01.1971, Síða 42
38 EIMREIÐIN Þrír eftir fram í, einn fær sér blund, tveir fleygja sér í kojurn- ar til að sofa. íslands hrafnistumenn. Vart getur að líta ósamlitari hóp en áhöfn á humarveiðibát. Skipstjórinn á til dæmis að taka mjög fátt sammerkt með kokkn- um, kokkurinn fátt með stýri- manninum, stýrimaðurinn með vélstjóranum. Þessir menn eru konungar, hver í sínu ríki: Skip- stjórinn yfir tækjum í stýrishúsi, kokkurinn yfir kabyssu og búri, vélstjóri yfir vélakraminu, stýri- maðurinn yfir lest og dekki. Þarna ráða þeir ríkjum einir sér, virðandi yfirráðarétt hvers annars, eins og bezt gerist að siðaðra rnanna hætti. Þá standa uppi um borð tveir landlausir, annar vélamaður og blókin. Ætla mætti að það lægi ljóst fyrir að annar vélamaður tilheyrði vélinni, eða vélin hon- um, eftir því hvernig staðið væri að málum. En málin eru oft flóknari en virzt getur í fljótu bragði: annar vélamaður þarf aldrei að hafa séð vél í bát. Ráðning slíks manns á báta er einvörðungu að þakka hinum undraverða og dásamlega ár- angri hinnar stríðandi verka- lýðsforystu. En liittist nú svo á, að hann hafi augum litið slíkt þing, þá þarf það alls ekki að vera vélin sú, sem liann er annar æðsti mað- ur að. Því sé yfirvélameistari sér- sinna og sjálfum sér nógur, það er að segja virkilegur yfirvéla- meistari, þá ver hann ríki sitt, jafnt fyrir sínum undirmanni sem öðrum óviðkomandi aðil- um. Þannig bar það því til á um- greindri veltikollu, að annar vélamaður var gjörsamlega land- laus rnaður, svo og blókin, hvað áður greindi. Því var það, að þessir tveir landlausu hrafnistu- menn felldu hugi saman, svona til að draga úr mestu sárindum, landleysisins, eftir því sem verða mætti hverju sinni. Þetta varð svo aftur til jress, að þeir tveir ræddu oft saman um eitt og ann- að af sínum áhugamálum, svo sem háttu ríkjandi embættis- manna skipsins, beinakexið og blessaðan humarinn, og greindi fátt á um niðurstöður. Þessi ltlý- hugur þeirra hvors til annars fór dagvaxandi, og þar kom að ekki mátti svo á annan halla, að hinn brygðist ekki til varnar. Varð þeim þetta hin mesta hlíf í erf- iðri baráttu við drottnandi aðal. En dag einn, aldeilis óforvar- endis, tekur yfirvélameistari sótt eina harða, sem á samri stundu dró hann til ómeðvitundar. Sáu skipverjar ekki annað ráð vænna, hafandi reynt lyfjabúr skipsins að fullu með misjöfnum ár-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.