Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 42
38 EIMREIÐIN Þrír eftir fram í, einn fær sér blund, tveir fleygja sér í kojurn- ar til að sofa. íslands hrafnistumenn. Vart getur að líta ósamlitari hóp en áhöfn á humarveiðibát. Skipstjórinn á til dæmis að taka mjög fátt sammerkt með kokkn- um, kokkurinn fátt með stýri- manninum, stýrimaðurinn með vélstjóranum. Þessir menn eru konungar, hver í sínu ríki: Skip- stjórinn yfir tækjum í stýrishúsi, kokkurinn yfir kabyssu og búri, vélstjóri yfir vélakraminu, stýri- maðurinn yfir lest og dekki. Þarna ráða þeir ríkjum einir sér, virðandi yfirráðarétt hvers annars, eins og bezt gerist að siðaðra rnanna hætti. Þá standa uppi um borð tveir landlausir, annar vélamaður og blókin. Ætla mætti að það lægi ljóst fyrir að annar vélamaður tilheyrði vélinni, eða vélin hon- um, eftir því hvernig staðið væri að málum. En málin eru oft flóknari en virzt getur í fljótu bragði: annar vélamaður þarf aldrei að hafa séð vél í bát. Ráðning slíks manns á báta er einvörðungu að þakka hinum undraverða og dásamlega ár- angri hinnar stríðandi verka- lýðsforystu. En liittist nú svo á, að hann hafi augum litið slíkt þing, þá þarf það alls ekki að vera vélin sú, sem liann er annar æðsti mað- ur að. Því sé yfirvélameistari sér- sinna og sjálfum sér nógur, það er að segja virkilegur yfirvéla- meistari, þá ver hann ríki sitt, jafnt fyrir sínum undirmanni sem öðrum óviðkomandi aðil- um. Þannig bar það því til á um- greindri veltikollu, að annar vélamaður var gjörsamlega land- laus rnaður, svo og blókin, hvað áður greindi. Því var það, að þessir tveir landlausu hrafnistu- menn felldu hugi saman, svona til að draga úr mestu sárindum, landleysisins, eftir því sem verða mætti hverju sinni. Þetta varð svo aftur til jress, að þeir tveir ræddu oft saman um eitt og ann- að af sínum áhugamálum, svo sem háttu ríkjandi embættis- manna skipsins, beinakexið og blessaðan humarinn, og greindi fátt á um niðurstöður. Þessi ltlý- hugur þeirra hvors til annars fór dagvaxandi, og þar kom að ekki mátti svo á annan halla, að hinn brygðist ekki til varnar. Varð þeim þetta hin mesta hlíf í erf- iðri baráttu við drottnandi aðal. En dag einn, aldeilis óforvar- endis, tekur yfirvélameistari sótt eina harða, sem á samri stundu dró hann til ómeðvitundar. Sáu skipverjar ekki annað ráð vænna, hafandi reynt lyfjabúr skipsins að fullu með misjöfnum ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.