Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 49
ASKAN 45 höfðu smám saman tínt tölunni. Nú var allt hljótt á bylgjum ljós- vagans. Ekkert rauf þögnina nema undarlega hvíslandi vind- urinn sem í eflablandinni van- trú virtist segja sögur af útbrunn- um heimsveldum, af kynlegum drepsóttum sem engu kviku eirðu, af geislavirku úrfalli og banvænum eiturgufum. Sagnfræðingurinn snérist á hæli. Ekki var til neins að hugsa um Jnað, — brátt næði röðin hon- um eins og öðrum. í bezta falli liðu enn tveir til þrír sólarhring- ar þangað til. Hann gekk hæg- um skrefum meðfram bóka- veggnum og strauk annars hug- ar með hendinni eftir röðum margbreytilegra kilja. Hér í þess- um bókum var hún skráð þessi ótrúlega saga. Frá fyrstu reik- andi skrefum og allt fram á þenn- an dag. Allt fram á atburði síð- ustu daga sem aldrei yrðu brotnir til mergjar og reifaðir af honum eða kollegum hans. Sjálfur hafði hann eytt lífinu fyrir lítið, við að halda saman sögu sem enginn átti eftir að lesa. Skyndilega hlupu fingur hans yfir eyðu í óbrotinni röð kiljanna. Hann hrökk upp frá hugsunum sínum og leit upp. Litlum bæklingi hafði verið troðið inn á milli skinnbundinna sögubókanna. En hér átti enginn slíkur pési heima. Sjálfur hafði hann lesið allar Jressar bækur spjaldanna á milli, jafnvel ritað sumar þeirra, og hann þekkti þær og virti, og Jretta kver var ekki ein af þeim. Hann kippti því út með æfðum fingrum. Rykið þyrlaðist upp. Eftir að styrjöldin skall yfir, hafði enginn verið til að þurrka af. Hjúin höfðu neitað að halda kyrru fyrir og höfðu skilið hann eftir einan og ósjálfbjarga í þessu stóra húsi. En hér var þó í öllu falli pési sem hann liafði ekki litið áður. Ef til vill gæti hann gleymt sér stundarkorn við að glugga í hann, jafnframt Jrví sem hann ornaði sér við arininn. Hann seig ofan í djúpan stólinn, hagræddi langköldum líkaman- um í eldskímunni og velti fyrir sér kverinu. Ekki var þetta nú rnikil lesning að sjá. Nafnlaust var Jrað og ómerkt, hvítt og óásjá- legt. Virtist vera trúarbragða- pistill eða eitthvað í Jrá áttina. Ef til vill barnaævintýri. Hann dæsti og hóf síðan lesturinn. Textinn var á þessa leið: „Endur fyrir löngu, áður en mennirnir gáfu tímanum nafn, lifði gamall, vitur, einsetumaður í helli nokkrum hátt uppi í Sin- ai-fjalli. Enginn vissi hvaðan hann kom, né hvað lengi hann hafði dvalist Jrar. Sögur höfðu verið sagðar í þá átt, að hann hefði fæðzt með fjallinu og réði veðrum og vindurn, en enginn vissi heldur hvað satt var í Jreim

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.