Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 52
48 EIMREIÐIN til fjallsins og gekk á það, til fundar við vitra einbúann sem enginn vissi deili á. Og loks þeg- ar þorpsleiðtoginn stóð frammi fyrir hinum aldna manni eftir erfiða göngu, íklæddur óbrotn- um dragkyrtli með göngustaf sinn í hendi, vissi hann að sá sem augu lians litu var ekki venju- legur maður. Hann var hár og tígulegur, og andlitið hátt og bjart. Yfirbragð hans var ákveð- ið en laust við þótta. Augun svo djúp, að hinn ungi maður greindi ekki lit þeirra, en liann fann að þau geisluðu hlýju og skilningi. Hreinna og hvítara en snær jöklanna var hárið sem liylgjaðist niður um herðar hans og fékk, ásamt skegginu, á sig slikjukenndan lýsandi blæ móti sólgullnum hörundslit hans. Höndin sem benti honum að taka sér sæti á steinpallinum var grönn sem stúlkuhönd, en þó sterkleg sem liöggvin væri úr ljósum carrara marmara. Líkami hans var sveipaður gullofnum björtum kyrtli, sem féll í mjúk- um fellingum allt til jarðar og huldi fótabúnað lians. Enga hringa eða djásn bar hann, en í hendi sinni hélt hann löngum staf úr ókennilegum dökkum viði. Var liúnn hans af slípuðu fílabeini og í hann greiptur fjöldi fagurra gimsteina og eðal- steina sem endurvörpuðu sólar- ljósinu og margfölduðu fegurð þess. Fyrir hinum unga manni vaknaði sú spurning, hvaðan úr heimi slíkan mann hafði bor- ið, og hvers vegna hann hafði valið þennan einmanalega stað til dvalar. Eða var hann ef til vill það senr sögurnar sögðu? Stjórn- andi veðra og vinda, drottnari sólar 02 reons? o r> Og hinn aldni maður hóf upp rödd sína og talaði, og rödd hans var hljómfögur og djúp. Og hann sagði; „Sonur, líf ykkar mann- anna hefur verið saklaust og frjálst. Áhyggjur hafa aldrei beygt bak ykkar og landið hefur aldrei brugðizt kalli ykkar til allsnægta. Allt þetta er ykkur gefið svo að þið megið uppskera hamingju og á meðal ykkar nái ávallt að ríkja réttlæti og friður. En nú hefur það borið við sem kastar skugga á gieði mína og veldtir mér nokkurri sorg. Þannig er, að við troðninginn frá þorpi þínu, upp að skógar- tjörninni, stendur stórt apaldur. Þetta tré er eina eign gamallar ekkju, og ár hvert ber jrað svo ríkulegan ávöxt og gómsætan að hún þarf eigi frekar að erfiða fyr- ir lífi sínu. Nú ber svo við stöku sinnum, að elzti sonur bóndans gengur sér til yndis með unn- ustu sinni upp að tjörninni, og hverju sinni slítur stúlkan eitt epli af neðstu greinum trésins. Svala þau með því þorsta sínum á göngunni. Minnkar við þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.