Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 57
ASKAN
53
vizka úr hverri hreyfingu hans
og drætti, slíka sem hann liafði
eitt sinn áður séð. Og uin hann
læstist sjúkur ótti vegna alls þess
sem hann hafði látið gera í nafni
hins alvitra, til að þjóna eigin
girndum. Og hann fann að valdi
sínu og virðingu var hætta búin.
Og hann sneri höfði sínu undan
og mælti óstyrkri röddu til líf-
varða sinna: „Þið hafið nú heyrt
á orð þessa ábyrgðarlausa manns,
og hvernig hann treður fótum
þann sannleika sem okkur er
heilagur. Sannlega segi ég ykkur
að hinn alvitra hef ég augum lit-
ið, en þennan mann hef ég aldrei
áður séð. Því mun ég eigi sjálfur
fella dóm yfir þennan mann,
Iieldur fá mál lians ykkur í hend-
ur, svo að þið megið fullnægja
réttlætinu". Og hann reis úr há-
sæti sínu og gekk annað, og hann
grét hið innra með sér, því að
hann vildi eigi fórna valdi sínu.
En lífverðirnir leiddu vitringinn
út og settu hann niður í stein-
gryfjuna, og þeir fengu fólkinu
steina í hendur og skipuðu því
að grýta hann, því að hann hafði
gengið í berhögg við liinn eina
sannleika. Og þeir spurðu hann
hvort hann vildi taka aftur orð
sín og hreinsa sig, en hann mælti
aðeins: „Yður kann ég ekki að
áfellast, því að á mínum herðum
hvíla allar syndir heimsins". Og
lífverðirnir tóku að grýta hann,
og er fólkið sá að hann var lítil-
magna og blóðugur og að dauða
kominn, kastaði það einnig í
hann isteinum sínum, því að
einnig það vildi öðlast náð fyrir
augliti vitringsins mikla á fjall-
inu helga. Og þannig endaði
vitringurinn á fjallinu líf sitt.
Og er æðstiboðarinn frétti að
maður sá væri allur, fylltist hann
gleði, því að nú var honura
enginn æðri. Nú stóðu honuffi
allar dyr opnar til dýrðar. Og
hann ríkti í mörg ár eftir þetta.
Hann drottnaði harðri hendi og
lét stjórn sína stýrast af hégórna
og dutlungum lijarta síns, en
fólkið kúgaði hann og hneppti í
eymd og ánauð. Græðgi hans var
óhamin og hann sendi heri sína
í ófrið til að safna í hirzlur sínar
dýrgripum annarra þjóða, og
kenna þeint hinn eina sann-
leika. Og ef það vildi eigi með-
taka sannleikann, lét hann
drepa fólkið eða pynta og sumt
gerði hann að þrælum, svo að
hann mætti byggja sjálfum sér
hallir og goðum sínum hof. Og
illska og grimmd mannanna
skaut rótum í tilveru spillingar
og iiaturs. Saklausra blóði var út-
hellt vegna lymsku og loginna
saka, og fyrir fals og óhróður var-
menna var öðrum slátrað. For-
mælingar. Og bölsakir voru einu
orðin sem andstæðingar fundu
hvorir öðrum og einlægni öll og
skilningur varð að engu fyrir
lævísi og fláræði. Og þegar