Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 63
Sælir eru peir... ♦------------- Smásaga eftir Jón K. Magnússon Hann bar glasið hægt og virðu- lega upp að vörunum, saup lítið eitt á, með sömu hægð og sama virðuleika, og lagði síðan glasið á borðið aftur. Höndin skalf örlítið og það gerði borðið einnig, þrátt fyrir, að samanbrotnum bréfsnepli væri kyrfilega stungið undir einn fótinn. Hann kyngdi sopanum í smá- skömmtum, með löngu millibili. Svo hallaði hann sér aftur á bak, livíldi h'erðarnar við vegginn og dró annan fótinn upp á rúmstokk- inn. Hann spennti greipar um hnéð og leit hátt upp á vegginn andspænis. Nú gekk þetta ekki lengur. Alls ekki. Það var komið nóg, meira en nóg. Þessi síðasta vika var botn- inn á öllu saman. Já, auðvitað fyrir utan þessa litlu hressingu, sem hann átti þarna á borðinu, bara til að lialda heilsu í dag. Svo skyldi hann sofna vært í kvöld, snemma. Á morgun byrjaði vegurinn að liggja upp á við. Hátt. Langt. Skipul'eggja, það þurfti hann auðvitað að gera. Maður kemst ekkert án þess að skipuleggja. En það var ekkert vandamál. Hann hafði skipulagsgáfu, það hafði hann. Já, nú var þetta búið, búið eins og sorglegt leikrit. Fólkið stendur upp og gengur út. Og allir eru glaðir á ný. Já búið — SLÚTT, það var orðið. Slútt, með áhrezlu. Búið — máttlaust orð, meiningarlaust. Það var augljóst, þetta með „Já herra minn. Dyravörðurinn kom aftur með hann eins og venju- lega. Hérna er yðar helmingur. Þakka frú. Látum okkur nú sjá. Hversu oft erum við nú búin að selja hann í ár? ? Einu sinni í viku, síðan opnað var. Það hefur aldrei fallið vika úr. Ég læt liann aftur í gluggann á laugardaginn eins og venjulega. „Þakkir frú.“ „Þakkir herra.“

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.