Eimreiðin - 01.01.1971, Page 65
SÆLIR ERU ÞEIR . .
61
hvaða starf átti hann nú lielzt að
tryggja sér? Þar var vandinn.
Hann lét hugann reika, minntist
ýmissa hluta, er liann hafði reynt
um dagana og líkað 'eða ekki líkað.
Átti hann kannski að athuga
með skrifstofustarf aftur? Það
þekkti hann vel frá fyrri tíð. Hann
sá sjálfan sig sitjandi við skrifborð-
inni á einhverri skrifstofunni, með
hvitt um hálsinn og svip, sem átti
að láta alla óviðkomandi lialda, að
hann væri skrifstofustjórinn, eða
jafnvel forstjórinn sjálfur. Nú
brosti hann með sjálfum sér að
fáfengilegheitunum.
En þægilegt gat þetta verið, því
var ekki að neita. Skjótast inn á
hlýjan kontórinn utan úr vetrar-
kuldanum klukkan 9 á rnorgn-
ana, á sama tíma og verkamenn-
irnir voru að drekka morgunsop-
ann sinn í köldum, skítugum
vinnuskúrum, eftir að liafa þá þeg-
ar unnið úti í nærri tvo tíma.
Hann minntist atviks frá fyrri
árum, þegar hann var bókari á
stórri skrifstofu, skammt frá mið-
bænurn.
Hann átti skammt eftir ófarið að
dyrunum um morguninn, þegar
hann kom til vinnu. Þá veitti hann
gömlum rnanni athygli, sem stóð
þarna og var byrjaður að pjakka
upp götuna með haka. Það var kalt
þennan nóvembermorgunn. Gekk
á með éljum og ísköld norðan-
gjólan snardeyfði 'eyru, nef og
fingur, þegar út kom og óliuganleg
grá morgunskíman gerði þetta
allt margfalt ömurlegra.
Eins og ósjálfrátt gekk liann í
áttina til gamla mannsins og
spurði: „Eitthvað að þarna?“
Gamli maðurinn rétti hægt úr
sér, lagði liakann að sér og hvíldi
báðar hendur á enda skaftsins.
Svo leit hann votum, næstum
barnslega einlægum augum fram-
an í þennan aðkomumann, sem
norpaði þarna í kuldanum, með
hendurnar á kafi í frakkavösun-
um.
„Já, það er stíflað — klóakið.
Sennilega liér undir. Þó ekki vist.“
„Nú, já, einmitt. Það er slæmt.“
Annað fannst honum hann ekki
hafa að segja. Svo ætlaði hann að
halda áfram og koma sér inn.
„Það er ómögulegt fyrir aum-
ingja fólkið, að koma ekki frá sér
skolpinu."
Þetta heyrði hann gamla rnann-
inn segja um leið og hann byrjaði
að fjarlægja sig. Hann stanzaði
aftur, ósjálfrátt. Eitthvað hafði
snert hann. Hvaða fólk? Jú, það
hlaut að vera fjölskyldan í gamla
timburhúsinu á móti. Það var ekki
búið í neinu öðru húsi í þessum
hluta götunnar.
Og gamli maðurinn hafði sagt
„aumingja fólkið“, þetta útslitna
gamalm'enni, sem stóð þarna í
kuldanum og barði upp frosna
götuna til að leita að klóakstíflu,
þó hann vissi varla hvar hana væri
að finna. „Aumingja fólkið" liafði
hann sagt. Var liann ekki að vinna
fyrir laun? Það var eitthvað við
þetta allt. Hann skynjaði eitthvað,
sem liann hafði ekki þekkt sjálfur,
en var þó næmur fyrir. Kannski allt
of næmur, það var meinið.