Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 8
EIMREIÐIN J.H.: Jú, það er hárrétt. Þetta er nijög vel rakið í bók eftir sænskan hagfræðing, Assar Lindbeck að nafni, en bókin heitir á ensku „The Political Econoniy of the New Left“. Hann rekur þar, meðal annars, að nývinstrisinnarnir svonefndu eru, jafn- framt því að vera andvígir markaðsbúskap og einkaframtaki, mótfallnir miðstjórnarvaldi og áætlunarbúskap og öðrum höf- uðeinkennum sósialismans, en fylgjandi valddreifingu og auknu einstaklingsfrelsi. Mér finnst þetta renna stoðum undir það, sem ég sagði áðan, sem sé það, að þessar hugmyndir séu eiginlega rómantiskar og litt grundaðar. Menn eru að reyna að vera í senn sósialistar og anarkistar. Ég býst við, að þessara mótsetninga hafi gætt i rikum mæli hjá útópiskum sósialistum, sem svo voru kallaðir, fyrir daga Karls Marx. Ég lield, að Marx hafi á sínum tima gert mikla land- lireinsun, þegar hann mokaði út þeim hrærigraut, sem þarna var að finna, þótt hann kæmi að vísu með aðrar vitleysur í stað- inn. Marx sýndi Ijóslega fram á veikleikana í inigmyndafræði sósíalista, sem voru uppi fyrir hans dag, en nú virðist þessi útópiski sósialismi skjóta upp kollinum að nýju. Þessi unga vinstri hreyfing er mjög ómarxistisk, og þekkingu á Marx og kenningum hans er mjög ábótavant innan liennar. Það er að vissu leyti bæði kostur og galli. Marxisminn er, eins og alkunn- ugt er, anzi höfugt lyf, og þeir, sem komast undir áhrif þess, geta beðið mikið tjón. Á liinn bóginn var Marx á vissan hátt strangur vísindamaður, gerði strangar kröfur til þess að hlut- irnir væru brotnir til mergjar og reynt væri að komast hjá mót- sögnum, þótt hann sjálfur yrði svo fastur í hugmyndafræði, sem ekki stenzt. — Hvað veldnr að þínu áliti þessu hugarfari ungs fólks? J.H.: Ég held, að ungt fólk liafi alllaf haft tilhneigingu til að snúast gegn þvi, sem er rikjandi stefna, þegar það er að alast upp. Þetta er liliðstætt þvi, að iiver ný kynslóð rithöfunda og listamanna hlýtur að gera uppreisn gegn fyrri formum. Þetta er liður i því að finna sjálfan sig, liður í því að þroskast og vaxa. Sálfræðingar, sem rannsakað hafa þroskaferil barna, liafa kom- izt að raun um, að þau ganga gegnum mörg mótþróaskeið. Áður var talað um eitt slikt skeið, nei-aldurinn. Nú hefur komið i Ijós, að þetta er ekki eitt skeið, heldur taka þau við hvert af öðru. Það er engu líkara en að barnið þurfi að komast yfir vissan hjalla. Meðan á þessu stendur, verður það að setja sig i and- stöðu við umhverfið. Þegar það hefur náð þessu þroskastigi, kemst það í sátt við umhverfið á ný og breytist í skapi, þar til aftur kemur að nýjum hjalla. Ein helzta skyssan, sem for- 8

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.