Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 52
ÉIMfcEIÐlN
innar trúar væri slcilgreinanlegur á hverjum tíma. Kjarni boÖ-
skaparins er að minu viti hvað bezt skilgreindur á þennan hátt:
Jesús vill koma SHALOM (jafnvægi og samræmi) á í sköpunar-
verkinu (náttúrunni, mannfélaginu og i lifi einstaklinga). Þess
vegna hafa menn kallað hoðskapinn friðarboðskap, sem er var-
hugavert vegna þess að það er of takmarkandi og er oft ruglað
saman við boðskap friðarsinna. Þegar um það er að ræða, þ. e.
a. s. frið i samfélaginu, hafa virkir, kristnir friðflytjendur á
öllum tímum gripið til nauðsynlegra örþrifaráða (sbr. Berri-
ganbræðurna i Bandarikjunum). Þegar spurt er þeirrar sjálf-
sögðu spurningar, hvernig Jesús vilji koma SHALOM á i sköp-
unarverkinu, er málið komið á annað og óviðráðanlegra stig í
stuttri og almennri grein. En um það ber trúarsamfélagið, hinn
lifandi söfnuður bezt vitni i orði og verki. Þar sem maðurinn
er sér meðvitandi um firringu sína, vanmátt sinn, ráðleysi sitt
og draum um SHALOM, þar á boðskapurinn um Krist að eiga
hljómgrunn vegna þess að það er takmark hans að gera lífið
mannlegt, gera manninn mannlegan, uppfylla draum hans um
mennskuna. Ef hann gerir það ekki er hann á villigötum.
Kirkjan getur lent á villigötum ef hún gleymir þvi, að hún er
hreyfing fyrst og fremst og ef hún hættir að fást af alhug við
þörf mannsins fyrir Krist, sem vill leysa hann úr viðjum þeirra
afla sem raska samræmi sköpunarverksins og berjast gegn
SHALOM.
Það sem hér hefur verið sagt, mætti kalla kristilegan húm-
anisma eða kristna mannúðarstefnu. Það sem kallað hefur ver-
ið mannúðarstefna hefur oftast merkt stefnu þar sem maður-
inn er i miðpunkti og hafður að viðmiðun sbr. orð Protagoras-
ar: „Maðurinn er mælikvarði allra hluta“. Slíkur húmanismi á
ekki upp á pallborðið á okkar timum vegna þess að vestræn
menning, a. m. k., einkennist ekki af menningarbjartsýni. —
Kirkjan hefur alltaf boðað húmanisma vegna þess að boðskap-
ur hennar er til vegna mannsins. Á hinn bóginn hefur hún
alltaf litið til mannsins með sérstakri tortryggni og haft til-
hneigingu til þess að tala meir um synd hans og firringu en
guðlegan uppruna hans, skynsemi hans og aðra vegsemd. Þeirri
vegsemd allri og meiri að aulc er Kristur krýndur, en liann er
líka inaður og meir en það, liann er imynd mennskunnar, ímynd
þess, sem maðurinn vill verða. Þegar trúarbrögð miða að þvi
að gera manninn „trúaðan“ hafa þau misst sjónar af mark-
miðinu og þess vegna geta trúarbrögð og trúflokkar orðið
ómannleg og jafnvel unnið gegn mennskunni. Markmið trúar-
52