Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN einnig. Þar um réði auðvilað líka, að útvarpið var ríkisstofnun, almannaeign, sem hlaut fyrst og fremst að starfa í þágu almenn- ings. Síðan hefur lilutleysis verið gætt, og það á stundum af nokkurri hörku, svo að kenningin um hlutleysið hefur jafnvel fengið á sig svip helgiathafnar, einkum þegar starfsmenn stofn- unarinnar hafa þurft að verja hendur sínar og starfsheiður. Á upphafsdögum útvarps var mikil rækt lögð við tunguna. Menn eins og Helgi Hjörvar, Jón Eyþórsson og margir fleiri, sem heyrðust oft i útvarpi á fyrstu áratugunum, töluðu lýta- laust mál og vönduðu framburð sinn sem bezt, svo oft var tvö- falda ánægju að hafa af lestri þeirra, hæði af efni og flutningi. Allt, sem þeir snertu þessir menn, varð að bókmenntum í hönd- um þeirra. í þessum hópi má einnig telja þá útvarpsstjórana Vilhjálm Þ. Gíslason og Andrés Björnsson. Raddir þessarar virðulegu fylkingar mótuðu lengi vel þau viðhorf, að ekki væri öllum fært að flytja efni í útvarp. Engum datt i hug að leggja þangað leið sína til að hiksta eða stama, hvað þá að tala þar óundirbúið. Efnið, sem flutt var í útvarp á þessum tíma, var fyrst og fremst fræðandi og laust við alla áreitni í garð manna og hópa. Undantekning var gerð einu sinni á ári eða svo, þegar eldhús- dagsumræður fóru fram á Alþingi, eða þegar frambjóðendum flokka var lileypt að fyrir kosningar, til að rekja slysasögu lið- ins kjörtímabils eða genginnar ævi andstöðuflokksins. Með aukinni almennri umræðu og lengingu dagskrár gerðist efnismeðferð öll miður vandaðri. Ekki er um það að sakast, vegna þess að stofnun eins og útvarpið hlýtur að taka breyt- mgum í samræmi við límann og orðfæri þeirra Jóns og Helga, hreinþvegið af allri synd, liefur orðið að víkja fyrir ýmiss konar tuldri og vangaveltum, óundirbúinnar rökræðu, linerrum og ræskingum, enda mun ætlazt til að útsetning sé sem náttúrleg- ust og jafnvel sérkenni barna komi sem skýrast fyrir eyru hlust- enda. Þessi náttúrustefna útvarpsins hefur verið iðkuð nú um nokkurn tíma. Blöðin, þeir aðrir fjölmiðlar en útvarp, hafa í gegnum árin úaldið þeirri meginstefnu sinni að þjóna inn á við, þó ineð auknu ívafi frétta og söluefnis. Enginn hefur ætlazt til lilut- leysis, eða jafnvægiskúnsta af þeim, hvorki lesendur eða útgef- endur. Við það hefur verið unað, að útvarpið sem fyrr sæi um hinar frómu hugsanir. En eftir því sem dagleg umræða hefur harðnað og skýrari línur hafa dregizt milli brýnna stefnumiða, hefur útvarpið átt í meiri vök að verjast en áður, einkum hvað snertir einstaka þætti, sem lúta forsjá aðila utan fastra starfs- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.