Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN nota uppbótarþingsætin til að jafna metin. Aðra aðferð tel ég þó enn betur lienta. Hún er sú að livert kjördæmi hafi eitt þing- sæti aðeins; vinni sá frambjóðandi sætið sem fái hreinan meiri- hluta atkvæða (50% eða meira); fái enginn slíkan meirihluta, verði þingsætinu úthlutað sem upphótarþingsæti. Er þá óákveð- ið fyrirfram hve margir verði kjördæmakjörnir og hve margir uppbótarþingmenn. Slika skipan má réttlæta með því að fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta, er í rauninni óvíst hvern flestir kjósendur gætu sætt sig við. Sá sem flest atkvæði fékk, kynni að falla fyrir hinum neðsta ef þeir ættust einir við. Nokkrir flokkar kunna að hafa svipaða stefnu svo að atkvæði meirihluta kjósenda skiptist á milli þeirra; flest atkvæði fær svo sá sem í flestum málum liefur meirihlutann á móti sér. Frá þessu sjónarmiði er ekki ósanngjarnt að krefjast hreins meiri- hluta til að þingmaður nái kjöri í einmenningskjördæmi. Að flokkaskiptingu óbreyttri myndi þvilik skipan kosninga leiða til mikils fjölda uppbótarþingmanna og fengju flokkar þá þingstyrk i nákvæmu samræmi við kjörfylgi. Á hinn bóginn gæti mjög sterkur flokkur náð hreinum meirihluta þingsæta út á minna en helming atkvæða svo að þessi háttur myndi verða mönnum nokkur hvatning til að sameinast i fáum, stórum flokkum. Og tækist tveimur flokkum að vaxa öðrum yfir höfuð, færi uppbótarþingsætunum að fækka og að sama skapi þrengd- ist í búi hjá smáflokkunum. En þeir væru ekki skornir niður við trog fyrr en þróunin hefði leitt i ljós að þeir væru óþarfir mestum hluta þjóðarinnar sem gæti látið sér tvo aðalflokka nægja. Nú vil ég snúa aftur að þvi livernig uppbótarnáðinni er deilt niður á einstaka frambjóðendur; það er að segja hvaða verð- leikatölu eigi að nota. Við úthlutun uppbótarþingsæta í ein- menningskjördæmum lel ég miklu varða að verðleikatala mæli persónufylgi fremur en flokksfylgi. En hvernig er hægt að greina þar á milli? Engin aðferð er óbrigðul, en helzt má ætla að sá maður njóti persónufylgis sem fær hærra hlutfall atkvæða en flokksbræður hans í sambærileguin kjördæmum. Hvaða kjör- dæmi eru þá sambærileg? Það eru liklega kjördæmi i sama landshluta, og aftur mætti skipta þeim eftir því hvort ibúarnir starfi fremur til sjávar eða sveita. Einhvern slíkan mælikvarða mætti taka inn í verðleikatölu frambjóðenda þannig að upp- bótarþingmaður Siglfirðinga yrði til dæmis sá sem fengi miklu meira fylgi en flokksbræður hans í hinum kaupstöðunum norð- anlands (eða kaupstöðum og þorpum norðanlands og austan). Ef til vill mætti skipta landinu i 5 lil 7 slíka liópa sambærilegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.