Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 50
EIMREIÐIN
líka í kirkjunni, þar var nauðsynlegt að kunna nofn útsendara
Satans. Nú hafa raunvísindin tekið við þessu hlutverki skil-
greiningarinnar. Þegar fyrirbrigði í náttúrunni eða mannshug-
anum eða þjóðfélaginu lieíur verið skilgreint er hálft verk
unnið. Þegar maðurinn reynir að skilja sjálfan sig, viðbrögð
sin, hegðun o. s. frv., reynir liann að skilgreina sjálfan sig. Sál-
fræðin hefur starfað vel og dyggilega að því að skilgreina alls
konar komplexa mannlífsins og félagsfræðin samlífsins. Með
skilgreiningunni einni saman er oft algjör sigur á slíkum fyrir-
hærum unninn.
Raunvísindin reyna að skilgreina tilveruna. Jarðfræðingur-
inn opnar klettinn og sýnir okkur inn i hann og um leið rekur
liann huldufólkið úr liólunum og tröllin úr fjöllunum. Félags-
fræðingurinn opnar samfélagið með sinum skilgreiningum og
úthýsir alls kyns hindurvitnum og sálarflækjum samfélagsins.
Þannig vinna visindin að því að skilja manninn. En það eru
ekki aðeins þau, sem það gera. Listin stundar sitt skilgrein-
ingarstarf en á annan hátt. Þegar veðurfræðingurinn lýsir vor-
inu með hitastigi og milliböruin talar ljóðskáldið rómantískt
um „litið barn, sem kemur gangandi eftir veginum með vorið í
fanginu“. Kjarval opnar klettinn á annan hátt en jarðfræðing-
urinn og sér m. a. huldufólkið og tröllin. Til þess að skyggn-
ast inn i sjálfan sig gerði Rembrandt um tvö liundruð sjálfs-
myndir, það mátti ekki minna vera, og nægði sjálfsagt ekki. —
Þannig horfa listin og visindin hvor með sinu hugarfari á hin
ýmsu fyrirbrigði mannlifsins og náttúrunnar. Vísindin skil-
greina en listin túlkar. Listin fæst við að túlka og tjá manninn
og heim hans, viðhrögð mannsins við umhverfinu og því, sem
hærist innra með honum.
Vegna þess að listin fæst við að tjá manninn er liún náma
guðfræðinnar til skilnings á samtímanum. Á miðöldum var
listin i þjónustu kirkjunnar með því að hún túlkaði kristna trú
og lifið í ljósi liennar. Nú hregður liins vegar svo við, að listin
fer að mestu fram utan kirkjunnar og þetta á oft við um verk,
sem fjalla um kirkjulega hluti. Sem dæmi má nefna „Jeremía“
og „Sálmasinfóníu“ eftir Stravinsky, „Messu“ eftir Bernstein
auk „Jesus Clirist Superstar“ og fjölda slíkra léttra verka með
trúarlegum viðfangsefnum. I ljóðlislinni er ef til vill enn meiri
gróska i trúarlegum viðfangsefnum en í öðrum greinum list-
anna. Hér er ekki um að ræða sáhna eða „trúarljóð með nei-
kvæðu formerki“ eins og mörg ljóð Steins Steinars eru oft
50