Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 25
EIMREIÐIN Kristjáns Karlssonar í formála fyrir síðustu lieildarútgáfu á Ijóðmælum Stefáns (1970) er laukrétt, að sum seinni kvæði hans eru persónulegri en hin fyrri í þeim skilningi að persónu- leiki skáldsins býr þar lieilli og fyllri en í sjálfstjáningum »förumanns-áranna“. Með hliðsjón af þessu er það athugavert sem viðtekið hefur verið, að Stefáni frá Hvítadal hafi förlazt í skáldlist sinni þeg- Söngvum förumannsins sleppir. Hann kernur að vísu ekki fram með neinar formlegar nýjungar eftir 1918, gerir ýmist að halda í fyrri hætti sína eða gripa til gamalla islenzkra hátta, °g hann birti i bókum sínum sögukvæði sem bakfiskinn vant- av i, trúarlofgerðir í miðaldastíl sem stundum ná varla andan- um vegna þess hve þær eru fastreyrðar í pell og purpura (sum trúarljóð Stefáns frá seinni árum eru samt sem áður mjög fög- ur og hjartnæm), einnig ýmis tækifæriskvæði um nærtæk efni. Lesendur Stefáns voru að hinu leytinu enn haldnir vímunni sem fyrsta bók lians vakti með þeim, og dvínandi hrifning af siðari hókunum fannst þeim jafngilda afturför. Þetta er ofur skiljanlegt. Og því held ég að þeir staðir í siðari bókum Stefáns sem eru raunverulega nýir í skáldlist hans, miðað við Söngva förumannsins, sjáist betur nú, þegar lesendur, sem lásu ekki Söngvana nýútkomna, taka sér í hönd verk skáldsins i heild. Hin rýru sögukvæði eiga sér þá skýringu, að gáfa Stefáns lá ekki á epísku sviði, heldur lýrísku, og andþrengslin sums staðar 1 kaþólsku lofgerðunum eiga sér þá skýringu, að ekki dugar að skríða í húð fyrri tíðar skálda. Þetta hvort tveggja hneigist ég til að kalla vanskilning á aðstöðu sinni, en ekki afturför, af t»vi skáldgáfa Stefáns andspænis yrkisefnum sem henni voru kjörin staðnar ekki með Söngvum förumannsins, heldur dafn- ar hún í nokkrum kvæðum sem ort eru á búskaparárum hans í Dölum og tekur breytingu sem birtist í sjálfstjáningu fyllri en aður var, sökum þess að hún sameinar huglægar og lilutlægar, °g þó réttara sagt sviðslegar eigindir. Það vorar leiðir þessa hreytingu í ljós, en Bjartar nætur samt enn frekar. Þær eru vissulega meginkvæði Stefáns. Þar freistar hans þess, eins og Kristján Karlsson tekur til orða, „af ráðnum huga og mikilli djörfung að sameina persónur förumannsins, bóndans og trú- srskáldsins í einn og óskiptan persónuleika, sem er í sátt við umhverfið“. Það er sömuleiðis rétt að þetta kvæði „á sér ekki raunverulegt framhald í seinni ljóðum Stefáns“, persónuleiki skáldsins birtist ekki aftur þríeinn í ofangreindum skilningi, en sá nýi tjáningarháttur (i senn huglægur og sviðslegur) sem fólginn er í Björtum nóttum þvarr aftur á móti ekki, þótt sízt 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.