Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 62
EIMREIÐIN Nixon, Bandaríkjaforseti, liafi hug á að breyta áslandinu á þann veg, að sóknin og sigrarnir verði aðeins í þágu ríkisvaldsins. 1 Frakklandi hefur löngum verið deilt um rikisreknu fjölmiðl- ana, útvarp og sjónvarp, og þeir sakaðir um þjónkun við gaull- ista á löngum stjórnarferli þeirra. Og þannig mætti lengi telja. Þessar deilur liafa einnig orðið hér á landi. tmsum hefur vax- ið í augum, hversu Morgunblaðið er útbreitt, og þeir hinir sömu hafa beitt margvíslegum aðferðum til að rýra gildi hlaðsins í augum almennings. Á þetta einkum við um þá, sem eru á önd- verðum meiði við l)laðið i skoðunum. Svipað má raunar einnig segja um þá, sem telja hlaðið túlka skoðanir sínar, þeir telja það ekki nægilega harðskeytt í baráttunni fyrir málstaðnum og æskja meiri pólitískra skrifa, þótt þeir vilji úthreiðsluna sem mesta. Vandi Morgunblaðsins felst líklega einna helzt í því, hvað útbreiðsla þess er orðin mikil. Það er vanda- samt að vera „blað allra landsmanna“. Ekkert hlað getur náð þeirri stöðu né viðhaldið henni, nema það hafni þröngsýnum sjónarmiðum, en það er síður en svo það sama og blaðið verði skoðanalaust og aðeins spegill viðleitninnar til að gera öllum til hæfis. Það getur heldur ekki verið markmið hlaðs, sem vill láta taka sig alvarlega. Það verður að liafa sína skoðun og láta hana óhikað í ljós með rökfestu. Á þann hátt getur hlað leitt stjórn- málaumræður eða aðrar umræður inn á það svið, sem því sæmir. Morgunblaðinu er ekki skylt að gera öllum til hæfis, en sama er ekki unnt að segja um áhrifamesta fjölmiðil landsins, Ríkis- útvarpið. Eðli sinu samkvæmt er útvarpinu skylt að koma til móts við allar skynsamlegar kröfur í efnisvali sínu. Æðsta skylda stjórnenda þess er að gæta þess, að hvorki skoðunum né einstaldingum sé misboðið. Gangi einhver lengra í málflutningi sínum, án þess að öðrum sé gefinn kostur til andsvara, verður sá, sem of langt fer, að hætta iðju sinni. Hann verður annað- hvort að falla frá málflutningnum eða lála af störfum við út- varpið. Þetta sjónarmið á ekkert skylt við rilskoðun, heldur er með því sleginn sá varnagli, að mönnum líðist ekki að nota þetta áhrifamikla tæki í eigin þágu eða skoðana sinna á ein- hliða hátt. Markmið Ríkisútvarpsins er að gera ölluin til hæfis með dagskrá sinni. Fréttir á að sjálfsögðu að segja í samræmi við það, sem sannast er og réttast, en einhliða skoðanir eiga ekki að koma fram, nema þeim, sem eru á öndverðum meiði, gefist tækifæri til andsvara. Sljórnendur einstakra dagskrárþátta hafa enga heimild til að nola þá til að lialda fram sérskoðunum sín- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.