Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 53
ÉIMREIÐlN
innar er aÖ gera manninn mannlegan, mennskan, svo að liann
geti andað frjáls og glaður í sköpunarverkinu.
Hér að framan er getið um listina sem eina þeirra leiða,
sem guðfræðin fer til að átta sig á umhverfinu, þeim manni,
sem liún er að fást við liverju sinni. Þessar leiðir eru miklu
fleiri. Ein þeirra, sem ýmsir guðfræðingar gefa nú gaum að, á
þessum timum aukins frítima, er leikir og skemmtanir manna.
Samkomur þjóðarinnar, þjóðhátiðarsamkomur, sumarsamkom-
ur, áramótasamkomur o. s. frv. segja mikið um andlega liðan
mannsins. Á aldamótahátiðinni i Loðmundarfiirði fór fram
bændaglima, þar sem tveir sterkustu bændurnir kusu sér lið. 1
þessari miklu glímu tóku allir þátt, sem vettlingi gátu valdið,
og fengu útrás i leik. Iðnaðarþjóðfélög eru vélræn og alvarleg
og hafa tilhneigingu — eins og allt umhverfi hefur — til þess
að móta manninn i sömu mynd. Þegar verulega á að „lyfta sér
upp“ kemur þetta sjúkdómseinkenni menningarinnar hvað
átakanlegast í Ijós, algjört ráðleysi og getuleysi til þess að
skemmta sér á fullnægjandi hátt. Hverju hefur sá glatað sem
kann ekki lengur að leika sér? Þeirri spurningu er varpað fram
til ihugunar, en það mun hins vegar vist, að sá maður er á leið
með að glata mennsku sinni. Samfélag sem er í þeirri hættu,
ætti að beita sér af alefli að þvi að snúa þeirri þróun við, en til
þess þarf kraft, ef til vill einna helzt hvatningu og sannfæringu
um að mennskan borgi sig. Hvaðan kemur sá kraftur, hvaða
aðili i þjóðfélaginu getur hugsanlega miðlað þeim krafti „sem
gefur mönnum lifið“ eins og Tolstoy sagði? Mikið veltur á, að
þeirri spurningu sé rétt svarað.
Islenzka kirkjan hefur vissulega leitazt við að vera far-
vegur náðarinnar, boðskaparins um SHALOM og verið það af
veikum mætti. Enda þótt kirkjan eigi sin sérstöku ítök í þjóð-
inni þá eru þau samt sem áður þess eðlis, að liún á langt í land
með að geta gegnt sínu hlutverki svo að um munaði, en það er
önnur saga.
1 Davíðssálmum er þetta stutta vers: „Sá sem situr á himni
hlær“. Ég hýst við, að þessi fullyrðing Daviðs konungs um Guð
sem hlær, komi flestum íslenzkum kirkjugestum á óvart. Þeir
sjá hann miklu frekar reiðast eða tárast, en Guð sem hlær er
ekki tíður gestur í kirkjunni. Ef til vill hefur Davið séð Guð
hlæja að því, hve mennirnir taka sjálfa sig hátíðlega, ef til vill
vegna þess að hann er glaður eða finnst eitthvað fyndið. Hvað
53