Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 61
BJÖRN BJARNASON
EIMREIÐIN
Vandi íslenzkra
fjölmiðla
Um útgáfustarfsemi almennt gildir að sjálfsögðu sú regla, að
þeir, sem að henni standa, liljóta að stefna að ákveðnum mark-
miðum og hafa skoðanir á því, hvernig þeim verður bezt náð.
Markmiðin eru margvísleg t. d. eru sum þröng en önnur víðtæk.
Einstaklingur getur tekið sig til og hafið útgáfu málgagns til
að afla skoðunum sínum fylgis. Þetla timarit, Eimreiðin, á ein-
mitt rætur að rekja til slíkrar viðleitni. Nafnið eitt gefur til
kynna áhuga fyrsta ritstjórans á járnbrautum, en hann barðist
mjög fyrir því, að slík samgöngutæki yrðu nýtt liér á landi. Allir
vita nú, að hann barðist ekki til sigurs í þvi máli fremur en
ýmsum öðrum, sem liann har fyrir brjósti. Engu síður hefur
tímaritið, sem hann stofnaði skoðunum sínum til fulltingis,
haldið velli, og nú er gerð tilraun til að hlása í það nýjum lífs-
anda. Reynslan ein getur skorið úr um, hvort niðurstaðan verð-
ur sú sama og hjá dr. Valtý Guðmundssyni, að tímaritið haldi
velli en skoðanirnar, sem það túlkar, nái ekki fram að ganga.
Vonandi leiðir tilraunin ekki til þess, að hæði skoðanirnar og
timaritið lognist út af. Þá er verr af stað farið en heima setið.
Um allan heim deila menn um stöðu fjöhniðla, starfsliætti
þeirra, málflutning og áhrif. Þar sem frjáls blaðamennska hef-
ur náð lengst, í Bandaríkjunum, þykjast blaðamenn greina auk-
in afskipti ríkisvaldsins af störfum sínum. Þar hefur löngum
ríkt spenna í samskiptum fjölmiðla og æðstu stjórnvalda. Hef-
ur mátt greina sókn og sigra af beggja hálfu, en nú er sagt, að