Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 58
EIMREIÐIN
hugsað mér 8 sæti, eitt fyrir livert kjördæmi nema Reykjavík
og Reykjanes fengju ekkert en Austfjarða- og Vestfjarðakjör-
dæmi 2 hvort.
Uppbólarþingsæii í einmenningskjördæmum
Um nokkurra ára skeið hefur því öðru hvoru verið hreyft að
réttast væri að taka upp einmenningskjördæmi. Rökin eru að-
allega tvenns konar. / fyrsta lagi: Samband frambjóðanda og
þingmanns við kjósendur yrði náið. Kosið yrði um menn ekki
síður en flokka, og það ekki einungis þá fáu menn sem nú skipa
baráttusætin á listunum. Myndi það draga úr flokksvaldi, auka
ábyrgð hvers óbreytts þingmanns á athöfnum sínum, gera sjálf-
stæðum skörungum hægara að komast á þing innan flokka eða
utan en litlausum flokksþrælum erfiðara. / öðru lagi: Ef ekki
væri því meira um uppbótarsæti, væri litlum flokkum gert erf-
itt um vik svo að væntanlega kæmu fram tveir aðalflokkar.
Væru þá talsverðar Iíkur á meirihlutastjórn eins flokks sem að
ýmsu leyti er talin ákjósanleg.
Ég er ekki reiðubúinn að fella afdráttarlausan dóm um ákjós-
anleik einmenningskjördæmanna. (Ótvíræðan kost tel ég að
losna við öruggu sælin, en því má koma til leiðar með öðrum
hætti, til dæmis að hafa menn ótölusetta á flokkslistunum og
raða þeim eftir á eftir merkingum kjósenda.) En einmennings-
kjördæmi án uppbótarsæta tel ég ekki henta á Islandi og kem-
ur þar þrennt til. 1) Vegna þess hve fámenn slik kjördæmi yrðu,
er ómögulegt að hafa þau nokkurn veginn jöfn að kjósenda-
fjölda, nema farið væri út í að skipta hreppum og þorpum án
nokkurs tillits til staðhátta. En misstór kjördæmi auka hættuna
á misræmi kjörfylgis og þingstyrks. 2) Vegna þess hve þing-
menn eru hér fáir, væri mikil hætta á að flokkum nýttust at-
kvæði sín vel eða illa fyrir tilviljun. I stærri löndum þar sem
kjördæmi skipta mörgum hundruðum, má fremur treysta því
að heppni og óheppni jafnist út. 3) Við búum við rótgróið marg-
flokkakerfi. Þótt ef til vill sé æskilegt að það þróist í átt til
tveggja flokka kerfis, er ekki þar með sagt að sanngjarnt sé að
lögbjóða skipan sem i einni svipan myndi svipta minni flokk-
ana nær öllum ])ingslyrk. -— Ég tel því að einmenningskjördæm-
um þyrfti að fylgja allmikill fjöldi uppbótarþingsæta.
Með einmenningskjördæmum væri enn ríkari ástæða en nú
til að binda uppbótarþingsætin við ákveðin kjördæmi. Látum
ráðast hvort kjördæmi fær 5 þingmenn eða 7. En munurinn á
1 og 3 er að minnsta kosti of mikill til að láta tilviljun ráða.
Ef einmenningskjördæmi yrðu mjög misstór, væri eðlilegt að
58