Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 10
EIMREIÐIN
Ég held að meinið liggi í eðli sósíalismans sjálfs og að það sé
óhjákvæmilegt, að sósíalísk þjóðfélög þróist eins og orðið hefur
í Austur-Evrópu. Þetta stafar af þvi, að litið er á ríkisvaldið sem
tæki, sem á að gera alla hluti. Það er álitið vera lykillinn að
Paradís. Þetta viðhorf er öllum sósíalistum sameiginlegt, einnig
sósíaldemókrötum, en kommúnistar álíta ennfremur, að þessu
ríkisvaldi eigi einn stjórnmálaflokkur að stjórna. En þegar einu
sinni er búið að bvggja upp flokkinn og ríkisvaldið, held ég að
erfitt sé að snúa við og menn leiðist æ lengra út í foraðið.
— Hvoru þjóðskipulaginu spáir þú sigri í baráttu þeirra?
J.H.: Ég er ekki viss um, að það verði barátta. Það hefur átt
sér stað barátta, en háðir aðilar virðast hafa áttað sig á því,
hvað þeir geti komizt langt. Það gæti því gerzt hið sama og gerð-
ist milli kaþólskra manna og mótmælenda á sínum tíma og
múhameðstrúarmanna og kristinna, að baráttunni linni og það
myndist eins konar landamæri, en það verður ekki samruni.
Mótmælandi verður aldrei kaþólskur eða kaþólskur mólmæl-
andi. En ég held, að æskilegast sé frá öllum sjónarmiðum, að
sem eðlilegust viðskipti geti átt sér stað, bæði menningarleg við-
skipti og verzlunarviðskipti. Engu að síður held ég, að það séu
draumórar að trúa því, að þjóðfélög Austur-Evrópu muni í
grundvallaratriðum breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Það væri
barnaskapur að imynda sér slikt, og utanrikispólitik, sem byggð
er á slíkum hugmyndum, er byggð á sandi.
HVERT STEFNIR VELFERÐARRÍKIÐ ?
— Þrátt fgrir vantrú á samruna stjórnkerfa hefur þú lýst
úhyggjum yfir, að velferðarríki nútimans kunni að leiðast út á
brautir, sem verði æ líkari því, sem tíðkast í Austur-Evrópu.
Getur þú útskýrt þetta nánar?
J.H.: Ég á fyrst og fremst við það, að á háþróunarstigi vel-
ferðarrikisins muni gæta vaxandi rikisafskipta, bæði af atvinnu-
lífi °g af einstaklingum og að þetta muni smám saman hafa
víðtæk áhrif. Svo vikið sé að atvinnulífinu, þá er greinilegt, að
í mörgum af þeim löndum, sem eru lengst á veg komin, er ríkið
tekið að hafa vaxandi afskipti af atvinnufyrirtækjum. Það er
farið að skipta sér af þvi, hvar atvinnufyrirtækin setja sig nið-
ur, hvort þau fjárfesta eða ekki, hvort þau skila meiri eða
minni ágóða. Þetta gengur svo langt i landi eins og Svíþjóð, að
segja má, að framkvæmdavilji sé að verulegu leyti lamaður.
Þeir, sem stjórna fyrirtækjunum hafa ekki lengur áhuga á að
le£Sja út á nýjar brautir eða fjárfesta svo nokkru nemi. Þegar
þannig er komið, segir ríkisvaldið: Atvinnulífið bregzt okkur,