Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1972, Blaðsíða 78
EIMREIÐIN AFL ÖFUNDARINNAR Helmut Schoeck er félagsfræði- prófessor og nokkuð sér á parti í þeim fjögurra manna hópi, sem sagt er frá í þessari grein. Hann var um tíma prófessor í Banda- ríkjunum og var þá stuðningsmað- ur Goldwaters, hins hægri sinnaða repúblikana, sem beið mikinn ósig- ur fyrir Johnson í forsetakosning- um. Schoeck hefur ritað bókina: „Der Neid“ eða „Öfundin", sem felur í sér umfangsmikið, hægri sinnað kenningakerfi. Með bók sinni komst Schoeck í miðpunkt umræðna um pólitíska heimspeki, enda fer hann ekki troðnar slóðir í röksemda- færslu sinni. Hafa vinstri sinnaðir félagsfræðingar margir hverjir á honum ákafa óbeit, án þess að geta dregið vísindalega hæfni hans í efa. Schoeck heldur því fram, að öf- undin sé meðfætt eðli mannsins og sívirkt afl. Öfundsjúkur er hver sá, sem ekki þolir, að annar sé, geti, hafi eða eigi eitthvað, sem hinn fyrrnefndi fer á mis við. Hann hefur nautn af því að reyna að spilla þessu fyrir hinum síðar- nefnda, án þess að öðlast það sjálf- ur. Öfundarefnin eru jafnmörg og mismunurinn er mikill í mannanna heimi. Öfundin hefur tilhneigingu til að grípa um sig, heltaka menn og fljúga á vængjum ímyndunar- aflsins inn í afkáralegan heim. Öfundin beinist einkum að þeim, sem náiægt eru, sem eru dálítið ríkari, gáfaðri, menntaðri, betur kvæntir, barnfleiri, virtari o. s. frv. Öfundin er ofsafengnust, þegar þes.si mannamunur er tiltölulega lítill og áþreifanlegur. Fjarlægðin dregur hins vegar úr öfundinni. Jón hatar Pétur, sem á heldur stærri Fólksvagn, en hugsar síður um Guðmund, sem á Benz. „Því betur sem einstaklingum og valdhöfum í þjóðfélaginu tekst að leiða öfundina hjá sér, þeim mun meiri verður hagvöxturinn og nýj- ungarnar örari,“ segir Schoeck. Öfundin heldur aftur af þróun- inni að áliti Schoecks. Jafnaðar- stefnan er honum mikill þyrnir í augum. Hún vekur að hans dómi athygli á mismun milli manna, reynir að eyða honum og ræktar þannig öfundina. f ríki jafnaðar- stefnunnar hefur hinn öfundsjúki alltaf rétt fyrir sér og getur alltaf vænzt stuðnings kerfisins. Hinn öf- undaði er hins vegar sífellt í sjálfs- vörn. Schoeck segir þó, að öfund sé þolandi að vissu marki og jafnvel gagnleg í hófi, því að reglan um jafnrétti fvrir lögunum feli í sér aðhald að valdhöfunum. Öfundar- ræktun sósíalismans fari hins veg- ar langt út fyrir þessi mörk. Og ennfremur segir hann, að tilraunir jafnaðarmanna til að eyða manna- mun leiði jafnan til nýs manna- munar og meiri öfundar en fyrir var. Schoeck hlífir fáu í skothríð sinni. Hann fordæmir velferðarrík- ið í heild sinni, jafnaðarsinnaða fé- lagsmálastefnu, stighækkandi tekju- skatt, háan erfðafjárskatt, tillits- semi við sérréttindastéttir (bændur og verkamenn), svo og fordæmir hann, að jafnaðarstefna skólakerf- isins sói brúttógáfum þjóðfélagsins. Harkalegast ræðst hann að stuðn- ingnum við þróunarlöndin og seg- ir hann vera eins konar fiarvistar- sönnun vegna félagslegs sambands- skorts í eigin umheimi. Samandregin niðurstaða bókar Schoecks er þessi: „Niður með jöfn- uð og öfund.“ ANNAÐ KOM r LJÓS Giinther Wollny er stjórnmála- maður, sem mjög hefur látið fé- lagslega tölfræði til sín taka. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.