Eimreiðin - 01.01.1972, Síða 16
ÉIMfeEIÐlN
16
enda unnt að gera án nokkurrar áætlunar, þótt einnig megi nota
áætlunargerð í sama tilgangi.
ARÐUR AF ATVINNUREKSTRI OG VERÐLAGSEFTIRLIT
— Margir virðast álíta það óeðlilegt og jafnvel óæskilegt, að
atvinnurekstur skili hagnaði. Iíverju viltu svara slíkum rödd-
um?
J.H.: Það er ekki unnt að reka atvinnufyrirtæki í neinu þjóð-
félagi, jafnvel þó að það eigi að heita sósíaliskt, nema það skili
aftur þvi fjármagni, sem í það hefur verið lagt. Auk þess er
ágóðinn nauðsynlegur til þess að segja okkur, hvert við eigum
að heina fjármagninu. í þeim efnum er margra kosta völ og því
þörf á viðmiðun. Við tölum um ágóða, Rússar töluðu á sinum
tima um faktorinn P eða eitthvað í þá áttina. Það má kalla þetta
hvað sem er, en hér er engu að síður um að ræða sama fyrir-
hærið. Við verðum að öðlast vitneskju um, að það sé meiri ágóði
af þessu heldur en hinu, svo unnt sé að beina fjármagninu i
rétta átt. Þetta gerist sjálfkrafa i löndum markaðskerfisins, en
er miklum mun erfiðara i löndum eins og Rússlandi, þar sem
rikisvaldið liyggst annast þetta. Samt er sama þörfin fyrir hendi.
— En hvernig á að koma í veg fyrir, að ágóðinn verði óeðli-
lega mikill, ofsagróði taki að myndast, eins og sagt er?
J.H.: I löndum markaðskerfisins eru að verki sjálfvirk öfl,
sem koma i veg fyrir, að of mikill ágóði myndist. Um leið og
fjármagnið er farið að streyma i ákveðinn farveg, þar sem
ágóðinn er mestur, dregur úr ágóða hvers og eins. Það er vís-
bending um, að þarna sé nú nægjanlegt fjármagn fyrir liendi
og timabært sé að beina athyglinni i aðrar áttir. Ef mikill gróði
tekur að myndast um lengri tíma, er það vegna þess, að um er
að ræða einokunaraðstöðu. Hún gelur orðið til i öllum þjóðfé-
lögum, líka i þjóðfélögum frjálshyggjunnar. En það er unnt að
verjast slíku með ákveðnum skipulagsaðgerðum. Þetta hefur
verið gert í Bandaríkjunum og miklu víðar. En hér á landi vant-
ar löggjöf um þetta efni. Við erurn að hurðast ineð frumstætt,
óvirkt og heimslculegt keríi, sem heitir verðlagseftirlit. Reynt
er að ná tilætluðum árangi-i með því að vera með nefið ofan i
hverri kirnu, í stað þess að byggja á almennum aðgerðum. Fyrr-
verandi rikisstjórn lét undirhúa löggjöf um þessi mál, sem snið-
in var að danskri fyrirmynd. Ríkisstjórnin var húin að sam-
þykkja liana fyrir silt leyti og það var búið að ræða liana í
stórri nefnd hagsmunasamtaka. Eins og kunnugt er, var mál-
inu komið fyrir kattarnef á Alþingi af mikilli skammsýni,
sem átti rætur sinar að rekja til sjónarmiða verkalýðs-