Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 17
ÉIMREIÐlN
hreyfingarinnar. Hér á landi gætir stöðugt þessa ótta við, að
tré vaxi upp í liimininn, en tré vaxa ekki upp i himininn; það
eru viss náttúrulögmál, sem gera það að verkum, að þau gera
það ekki. En við erum alltaf svo hrædd um þetta og kannski
ennþá hræddari af því að við lifum í svona litlu þjóðfélagi.
LAUNAMÁLAPÓLITÍK VERKALÝÐSLEIÐTOGANNA
— Hver er skoðim þín á stefnu verkalýðshreyfingarinnar í
launamálum?
J.H.: Meðan verkalýðshreyfingin hefur þá aðstöðu sem raun
ber vitni, og meðan því markmiði er fylgt fast eftir, að tryggja
fulla atvinnu, hlýtur starfsemi verkalýðsfélaganna að leiða til
launahækkana, sem eru umfram framleiðniaukninguna í
þjóðfélaginu. Þetta stafar af því að verkalýðshreyfingin og leið-
togar hennar vilja ekki viðurkenna og sætta sig við markaðs-
myndun á launum. Laun eru undir áhrifum markaðsins og mót-
ast af honum eins og annað verð. Þetta gerist, hvort sem verka-
lýðsfélög eru starfandi eða ekki og í því ríkari mæli, sem hag-
vöxtur er örari og breytingar meiri.
Leiðtogar verkalýðslireyfingarinnar eiga erfitt með að sætta
sig við þetta. Þeim finnst, að allt eigi að gerast fyrir sinn til-
verknað og milligöngu. Að þessu leyti hugsa þeir líkt og stjórn-
málamenn. Þeir eru raunar stjórnmálamenn, sem starfa á
ákveðnu sviði. Það er ekkert, sem þeim er jafnilla við og launa-
skrið. Því er það, að þegar launaskrið er mikið, sem það verður,
þegar hagvöxtur er mikill og miklir flutningar vinnuafls, þá
koma verkalýðsleiðtogarnir á eftir og reyna að setja sinn stimp-
il á launaskriðið. Þeir segja við fyrirtækin: Þið borgið svo og
svo mikið, livort sem er, getið þið ekki alveg eins samið við okk-
ur um þetta? Frá sjónarhóli vinnuveitandans getur í fljótu bragði
litið svo út sem liann geti þetta. Enda er afar oft sagt í sam-
handi við kjarasamninga: Auðvitað geta þeir samþykkt þessar
kröfur, þeir borga þetla livort sem er. En um leið og búið er að
skrifa undir samninginn, heldur launaskriðið áfram. Þannig
koma samningsbundnar launahækkanir raunverulega ofan á
það, sem gerist á markaðnum sjálfum. Sænskur hagfræðingur,
Erik Dahmén að nafni, orðaði þetta einhverju sinni á þá leið,
að rauntekjurnar yrðu til á vinnustaðnum, peningatekjurnar
við samningsborðið. Það sem verkalýðsforingjarnir og vinnu-
veitendurnir semja um eru ekki raunlekjur. Þeir skrifa tölur á
blað, og með því móti ákveða þeir liraða verðbólgunnar, en
raunverulegar tekjur myndast á vinnustaðnum. Svipuðu máli
gegnir um tilraunir verkalýðshreyfingarinnar til þess að hafa
17