Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 20
ÉIMREIÐlN ST J ÓRNMÁL AFLOKK ARNIR — Hvaða orð myncLir þú vilja láta falla um stærstu flokkana í stjórn og stjórnarandstöðu, Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn? J.H.: Það, sem mér finnst áhyggjuefni varðandi Sjálfstæðis- flokkinn, er fyrst og fremst, að hann notar ekki tímann nægi- lega vel til að undirbúa sig undir næstu stjórn. Þetta er í raun- inni miklu alvarlegra en það, sem úr lagi fór, meðan hann var í ríkisstjórn. Flokkar, sem lengi sitja í ríkisstjórn eins og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert, sinna ekki hugmyndafræðinni og grundvallarstefnunni nægilega. Þeir liafa svo mikið að gera við að stjórna, að annað er vanrækt. Að vísu gerði Bjarni heitinn Benediktsson sér mikið far um að skrifa, en þetta gerist samt við allt aðrar aðstæður lieldur en þegar menn eru utan stjórnar. Þetta er ein af ástæðum þess, að ég tel mikilvægt að flokkar sitji ekki sífellt í stjórn, því að utan stjórnar geta þeir hresst upp á grundvallarstefnuna; farið i nokkurs konar trimm. En Sjálfstæðisflokkurinn er sem stendur ráðvilltur að meira eða minna leyti; deilur eru um forystu flolcksins og tíminn er ekki liagnýttur eins og skyldi, tími, sem raunar getur reynzt mjög naumur. Á Framsóknarflokknum sjást bezt umskiptin frá hugmynda- fræðilegri vímu til viðureignar við veruleikann, sem ég ræddi um áðan. Ég held, að Framsóknarflokkurinn hafi, allra flokka mest, tilhneigingu til að vera róttækur í stjórnarandstöðu og íhaldssamur í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur i raun og veru al- drei gert sér ljósa grein fyrir því, liver hann sé, né hvar hann sé staddur i tímans rás. Hann hefur aldrei átt pólitíska landafræði í eigu sinni og er ævinlega áttavilltur. Einmitt vegna þessa skorts á yfirsýn lagar hann sig mjög að aðstæðum og verður þess vegna mikill ríkisstjórnarflokkur, þegar hann er í ríkisstjórn, en mikill stjórnarandstöðuflokkur, þegar hann er í stjórnarandstöðu. EYRÍKIÐ ÍSLAND — Telurðu mikla hættu á, að íslendingar verði erlendum menningarheildum að bráð? J.H.: Aðalvandi íslendinga er, að við húum á eyju. Við höf- um að sjálfsögðu alltaf búið á eyju, en ég er ekki viss um, að menn hafi oft hugleitt, hversu viðtæk áhrif það hefur á allan hugsunarhátt okkar. Ég lield, að skrifa megi alla Islandssöguna út frá þessu sjónarmiði. Það sem við höfum verið að gera allan þann tíma, sem við höfum lifað í þessu landi, er að reyna að 20

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.