Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 27
EIMREIÐIN Nú vorar og sólþýðir vindar blása. Ur vetrarins dróma raknar. Nú yngist heimur og endurfæðist og æskuglaður hann vaknar. Nú brosir röðull við ísþöktum elfum, þær æsast og fjötra slita. Hann langelda kyndir í fannþöktum fjöllum. Hve fagurt er út að líta. Hve sælt reyndist forðum að vakna og vaða er var ég svolítill drengur. í túninu pollar og tjarnir standa, slíkt tælir mig ekki lengur. Það syngur í eyrum mér seytlandi niður af sólbráð úr hlíð og felli. Nú mætti ég gjarnan vaða, ef ég vildi, mér væri ekki liótað skelli. Því nú er ég vaxinn að vizku manna, og vordagar ævinnar farnir. En dætur mínar, þær Erla og Anna, þær ösla nú polla og tjarnir. Þær finna glaðar til vængjanna veiku og vaxandi hugsjónaþorsins. Úr augunum brennur heiðríkjuhrifning, þær hlakka svo ákaft til vorsins. Stefán frá Hvítadal. 27

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.