Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 29

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 29
EIMREIÐIN nálgast Sólin blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Lóan horfin, lokið söngvafulli, rökkvar hér, en suðræn sól sveipar hana gulli. Ógnar myrkrið oss á norðurströndum, innra grætur óðfús þrá eftir suðurlöndum. Eigum vér þá aðeins myrkar nætur, enga fró né innri hvíld, engar raunabætur? Himinn yfir. Huggast þú, sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. Stefán frá Hvítadal. 29

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.