Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 32

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 32
EIMREIÐlN Stjórnmálamenn, minni sem meiri, nota þannig allmikið hug- tök eins og félagshyggju og skipulagshyggju sem undirstöðu í pólitísku orðskrúði í þeim tilgangi einum — að því er virðist — að draga upp andstæður i stjórnmálamyndina. 1 mörgum til- vikum er þvi liljómur þessara Iiugtaka innantómur vegna mis- notkunar. Þær andstæður, sem verið er að draga upp eru oft nefndar einstaklingshyggj a og félagshyggja. í pólitísku orðskrúði er einstaklingshyggjan ímynd ójafnaðar og misréttis, hvati að ólieilbrigðu líferni og ómannlegum lifnaðarháttum. Einstak- lingshyggjan á að leiða manninn, samfélagið, í gönur í lieimi skefjalausrar samkeppni og tilbúinna þarfa, er mynda eins konar gerviþjóðfélag. Einstaklingshyggjan á einnig að vera skrautbúningur um hið járnliarða lögmál frumskógarins, þar sem þeir sterku fótumtroða þá veiku. Loks liafa menn uppgötv- að, allt í einu, að þessi óskapnaður, einstaklingshyggjan, verður þess valdandi, að maðurinn missir fótfestuna í umhverfi sínu og tortímir sjálfum sér. Lausnarorðið er félagsleg stjórn og skipulagshyggja: Sósíal- ismi i misjafnlega sterkri mynd. Með öðrum orðum er krafa dagsins sú, að réttur einstaklingsins verði skertur og frelsi hans takmarkað; einstaklingurinn verði i auknum mæli að lúta boði og hanni ríkisvaldsins. Færð eru fram rök fyrir því, að ein- ungis með þessu móti megi stjórna framleiðslustarfseminni með hagsmuni lieildarinnar í liuga og ákveða, livað séu þarfir og livað gerviþarfir. Hugsanlegt er, að með einu pennastriki megi ákveða launajöfnuð; sumir virðast lita á það sem verðugt keppi- kefli. En til þess þarf mjög sterkt rikisvald; því hljóta menn að gera sér grein fyrir. Þegar framleiðslustarfsemin er komin í hendur rikisvaldsins, er mengunarvandinn úr sögunni segja menn, þvi að þá þarf ekki lengur að láta arðsemisjónarmið ráða ferðinni. Þannig verður maðurinn hólpinn og hamingjan er tryggð, a. m. k. að mati valdhafanna. Stéttaskipting í einhverri mynd vei’ður á hinn bóginn ekki afnumin, meðan rnenn Ixúa og vilja búa við eitthvert þjóðfé- lagskei'fi. Eftir því senx rikisvaldið verður öflugra verða múrar kerfisins stei’kari og hái’eistai'i. Um leið vex’ður stéttaskipting- in gleggri og meiri; jafnvel mestu draumóramenn hljóta að sjá þetta. Stéttaskipting getur konxið fram í margs konar mynd- um; liún á sér ekki einungis stað íxxilli atvinnurekenda og laun- þega. Umráð yfir gæðum lífsins, fólkinu og þörfum þess, eru fólgin í valdinu, og fela því i sér stéttaskiptingu. Spurningin er þá enn, hvort sú nxynd er rétt, sem dregin hef- 32

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.