Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 35
ÉIMREIÐIN úðar og sundurlyndis í þjóðfélagínu. Það er eðlilegt andsvar, þegar einstaklingsbundin eða hópbundin athafnalöngun er bæld niður; af hlýzt mótþrói, sem stuðlað getur að „andfélagslegum athöfnum“. Ef stefnt er að þvi að ná jafnræði með verulegri takmörkun einstaklingsfrelsisins, er tæplega hægt að ímynda sér, að unnt sé að koma í veg fyrir „andfélagslegar athafnir“ af þessu tagi, nema með afnámi skoðanafrelsis. Um það bera þekkt dæmi vitni. „Sérhver hugrenning, sem Valdinu er ekki þóknanleg, er hættuleg. Óttinn er grunur allra tilfinninga, hlýðn- in og auðsveipnin æðsta skylda . . . Veruleikinn er ekki sá veru- leiki, sem við mannfólkið lifum í, heldur er sá einn veruleiki sannur, sem lýst er í forskriftum að Ofan. Hver sá, sem ekki lifir i þessum abstrakta eina sanna veruleik, á á hættu að vera stimplaður „óvinur þjóðarinnar“.“ (Arnór Hannibalsson: Vald- ið og þjóðin; Reykjavik 1963). Þessi hefur orðið raunin á í Sovétríkjunum, sem eitt sinn voru þó lýsandi stjarna, er vís- aði veginn til frelsis og mannúðar. Nú er þar svartnætti; jafn- vel í augum sumra þeirra, er áður fengu ofbirtu i augun, er þeir litu stjörnuna sýnum. Einstaklingshyggj a i lýðræðisþjóðfélagi knýr á hinn bóg- mn hvern mann til þess að gera kröfur til sjálfs sín og skynja eðli og takmörk mannlegs samfélags. Aukinn þroski einstak- lingsins gerir heildina hæfari til þess að starfa saman. Almenn upplýsing er því nauðsynleg undirstaða einstaklingsfrelsis. Ein- staklingurinn er knúinn til þess að taka samfélagslega afstöðu, ella verða griðrof: Sættirnar milli einstaklingsfrelsisins og þarfa þjóðfélagsins eru ekki lengur fyrir hendi. Því má e. t. v. segja uieð réttu, að eitt veigamesta verkefni þjóðfélagsmála á hverj- um tíma sé að búa svo um hnútana, að jafnvægi sé á milli frelsis og jafnréttis. Algjör jöfnuður er ekki takmark í sjálfu sér eins og margir halda nú fram. Hitt verður að tryggja, að menn hafi jafna mögu- leika til þess að þroska hæfileika sína og njóta atorku sinnar á andlegum og efnalegum sviðum. Hvort tveggja er einstaklingn- um og um leið heildinni jafnmikilvægt. Þetta þýðir, að ein- staklingshyggj a, sem reist er á lýðræðislegum grundvelli, líður ú a. m. ekki ótakmarkaðan efnalegan mismun. Borgaralega þenkjandi stjórnmálamaður, sem heldur þvi fram, að takmarka- laus gróði og aftur gróði dugmikilla einstaklinga sé aðall ein- staklingshyggjunnar, virðist allt eins vera að mæla fyrir for- réttindum eins og frelsi fólksins, einstaklingsfrelsi, samkvæmt þeirri merkingu, sem hér hefur verið lögð í það orð. Einstak- hngshyggja i lýðræðisþjóðfélagi viðurkennir ekki, að menn séu 35

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.