Eimreiðin - 01.01.1972, Page 47
EIMREIÐIN
SÉRA
GUNNAR
KRISTJANSSON,
VALLANESI
Draumurinn
um
SHALOM
Ef einhver stofnun er alþjóðleg þá er það kirkjan. Kirkjan
er einnig sú stofnun, sem lifað hefur flestum eða öllum stofn-
unum lengur. En kirkjan er ekki aðeins stofnun, hún er fyrst
og fremst hreyfing. Til þess að skilja kirkjuna er heillavæn-
legast að skilja hana sem hreyfingu, sem komin er um langan
veg endurnýjuð við hvern áfangastað. Tungumálið virðist setja
þessi tvö hugtök, stofnun og hreyfing, upp sem algjörar and-
stæður, sem við okkar þjóðkirkjufyrirkomulag getur valdið al-
varlegum misskilningi á eðli kirkjunnar. Viðfeðmi kirkjunnar
í tíma og rúmi gerir hana svo litrika sem raun ber vitni. Engu
að síður er kjarni þessa víðfeðmis auðveldlega skilgreinan-
legur en ef til vill ekki að sama skapi skiljanlegur utan frá, sem
er samkvæmt eðli málsins þegar trúarbrögð eiga i hlut. Trúar-
brögð eru vart skiljanleg, það væri nær sanni að segja, að þau
væru skynjanleg — líkt og ljóð, tónlist eða ys og þys hreyfing-
arinnar. Trúarbrögð verða í stuttu máli ekki meðtekin að neinu
gagni á öðru sviði en því, sem maður getur upplifað með allri
Persónu sinni, en ekki skilningnum einum saman.
47