Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 54
EIMREIÐIN sem því líður, þá er Guð áreiðanlega bezt tilbeðinn, þegar mað- urinn getur „tekið lífið gilt“ eins og séra Jón prímus komst að orði, tekið það gilt og haldið upp á það öðru hverju að vera til og hlegið — með Guði, í samhljóman við sköpunina. Þetta kann þjóðfélagið ekki lengur — hafi það þá nokkurn tíma kunnað það. Boðskapurinn um SHALOM er hoðskapurinn um það, að hjarta mannsins geti aftur slegið i takt við sigurverk sköpunar- innar. Frá mínu sjónarmiði er spurningin um sterka kirkju ekki spurningin um að einhver trúarbrögð hafi forgang fram yfir önnur, spurningin er hvort kristin kirkja geti uppfyllt hina sam-mannlegu von og þrá eftir SHALOM. En sé að henni vegið á óheiðarlegan og óábyrgan hátt kann að vera, að þar sé vegið að mennskunni sjálfri á sama hátt. Kirkjan þarf ekki á neinni sögulegri réttlætingu að lialda, hún þarf enga réttlætingu aðra en verk líðandi stundar og boðskapinn sjálfan, sem er miklu æðri en hún sjálf.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.