Eimreiðin - 01.01.1972, Page 57
EIMREIÐIN
þurfa nokkurn fjölda þingmanna, bæði til að þeir anni þeim
málatilbúnaði sem þörf er á fyrir kjördæmin og til liins að hag-
ur hinna fámennari landshluta verði síður fyrir borð borinn á
þingi.
Nú er það góðra gjalda vert að tryggja hlut strjálbýlisins á
þingi, en aðferðin, að ákveða í stjórnarskrá þingmannafjölda
hvers kjördæmis, hefur tvo verulega galla. 1 fyrsta lagi leiðir
ósamræmi þingmannafjölda og kjósendafjölda kjördæmanna
til þess að mikið misræmi getur orðið milli kjörfylgis flokks og
þingfylgis hans við kjördæmakjör. Er þá þörf milcils fjölda upp-
bótarþingsæta til að jafna metin. Okkar 11 hafa ekld hrokkið
til og stundum vantað allmikið á. Er hvorugur kosturinn góður
að eiga á hættu ójafnræði flokkanna eða að fjölga uppbótar-
þingsætum verulega (til dæmis upp í 20). 1 öðru lagi er hætt
við að þingsætaskipting sem bundin er i stjórnarskrá, aðlagist
seint og illa þeim breytingum sem alltaf eru að verða á búset-
unni i landinu.
Væru uppbótarþingsætin bundin við kjördæmi, mætti með
hsegu móti bæta úr þessum annmörkum og ná þó inarkmiðinu
um þingstyrk dreifbýlisins. Þá væri kjördæmakjörnum þing-
mönnum skipt milli kjördæma eftir kjósendafjölda hverju sinni
en uppbótarþingsætin bundin við hin fámennari og strjálbýlli
kjördæmi. Við slikt skipulag þyrfti ekki nema fá uppbótar-
sæti til að tryggja fyllsta jöfnuð flokkanna. Ég gæti til dæmis
57