Eimreiðin - 01.01.1972, Page 63
ElMREIÐlN
um eða snupra þá, sem þeir bjóða til þátttöku í þáttum sínum.
Umræðuþættir um allt milli himins og jarðar virðist það efni,
sem dagskrárstjórn útvarpsins leggur mesta áherzlu á, ef marka
má af tímanum, sem þáttunum er ætlaður í dagskránni. Ut-
varpsráð getur mótað efnisvalið i þessum þáttum með vali sínu
á stjórnendum þeirra. Oft og tíðum virðist manni, að þetta val
hljóti að vera mjög erfitt og fáir útvaldir, ókunnugir mættu
halda, að allar bókmenntalegar umræður stæðu og féllu með
einum hjónum, svo mjög sem þau koma við sögu i umræðum
um bókmenntir bæði í sjónvarpi og útvarpi. Hópur þeirra, sem
taka þátt í umræðum um bókmenntir í Ríkisútvarpinu, er svo
þröngur og svipaðrar skoðunar að með ólíkindum er, þegar