Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 65
ÉIMREIÐINI
að skýra til hlítar, hvers vegna þessi eða hinn atburðurinn gerð-
ist.
%
Um leið og fréttamenn vilja tryggja sjálfstæði sitt gagnvart
ríkisvaldinu, vilja þeir einnig liafa sem heztan aðgang að stjórn-
arskrifstofum til að geta greint frá því, sem stjórnvöld aðhaf-
ast. Tilgangurinn með því að stofna embætti hlaðafulltrúa ríkis-
stjórnarinnar var sá að auðvelda fréttamönnum þetta og sam-
ræma á einni skrifstofu fréttamiðlun ríkisvaldsins. Því miður
virðist þetta ekki hafa tekizt sem skyldi, einkum vegna þess að
hlaðafulltrúinn hefur oft og tíðum verið svo óheppinn að taka
skakkan pól í liæðina og jafnvel látið frá sér fara yfirlýsingar,
sem ráðherrar liafa síðan orðið að bera til haka. Þetta, sundur-
lyndið innan rikisstjórnarinnar og auglýsingaþörf einstakra ráð-
herra veldur þvi, að mynd sú, sem blasir við almenningi af
æðstu stjórn landsins, er ekki glæsileg.
Ekki hatnar myndin af ráðherrunum, þegar þeir taka sig til
og byrja að hirta fjölmiðlana fyrir fréttaflutning þeirra. Hér
verða tekin þrjú dæmi um það. Þegar samningaviðræður fóru
fram milli Breta og Islendinga um landhelgismálið i lok nóvem-
her sl., átti hlaðanxaður Morgunblaðsins samtal við þá Einar
Ágústsson og Lúðvik Jósefsson, sem var birt orðrétt af segul-
bandi i blaðinu. Þeir Einar og Lúðvik brugðust ókvæða við birt-
ingunni og sendu frá sér yfirlýsingu, þar sem segir m. a.: „Verði
slikum vinnubrögðum fram haldið af hálfu Morgunblaðsins,
hljótum við að endurskoða afstöðu okkar til viðtala og upplýs-
ingamiðlunar til þessa blaðs i framtiðinni.“ Þetta er engin smá-
vegis hótun af liálfu ráðherranna, einhvers staðar hefðu sam-
tök hlaðamanna látið slíka yfirlýsingu til sin taka og mótmælt
lienni. Þegar Ólafur Jóhannesson sótti ekki fundi, sem allir for-
sætisráðherrar Norðurlanda vox-u hoðnir til, sneru fréttamenn
sér eðlilega til blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar og spurðu hann
um ástæðuna fyrir þvi, að forsætisráðherrann tæki ekki þátt í
fundinum. Birtu fréttastofa útvarpsins, Alþýðuhlaðið og Visir
skýringar blaðaíulltrúans á því. Morgunblaðið leitaði hins vegar
til ráðherrans sjálfs, og gaf hann þá aðra skýringu en blaðafull-
trúinn, um leið og liann dró i efa, að blaðafulltrúinn væri tals-
maður rikisstjórnarinnar. Ráðherranum var bent á það, sem
stóð í Alþýðublaðinu og Vísi, og þá sagði hann: „Ég tek það nú
ekki sem heilagan sannleika, sem Alþýðublaðið segir.“ Og um
Visi: „Hann er i sama númeri hjá mér, að ég tek það ekki sem
heilagan sannleika.“ Alþýðublaðið hefur síðan birt símaviðtal
sitt við blaðafulltrúann um þetta mál, en blaðið átti það á segul-
65