Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 66
ÉIMREIÐlN bandi. Af því viðtali má sjá, að forsætisráðlierra liefði fremur átt að orða ásökun sína á þann veg, að hann tæki ekki allt, sem blaðafulltrúi sinn segði sem heilagan sannleika. Og síðasta dæm- ið er úr sjónvarpssal, þegar forsætisráðherra kvartaði undan því, að fréttamenn ásæktu liann óþarflega lionum til ama. Þessu mótmælti stjórn hlaðamannafélagsins. I þessum sundurlausu þönkum hefur ekki verið ætlunin að setja fram heildarlausn á vanda íslenzkra fjölmiðla, heldur drepa á nokkra þætti til umliugsunar. Viða má afla fanga, þegar það er gert, en eitt er víst, missi blað, tímarit eða hver annar út- hreiðsluaðili sjónar af markmiði sínu og skyldum, flosnar hann upp og hættir að gegna lilutverki sínu. Þeir, sem í ábyrgðar- slöðum sitja, mega heldur ekki gleyma því, að þeim er skylt að vera viðbúnir gagnrýni og fyrirspurnum um gerðir sínar. Ef málstaðurinn stenzl það ekki, á liann ekkert erindi i lýðræðis- ríki. Björn Bjarnason.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.