Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 67
EIMREIÐIN HÖRÐUR EINARSSON, HRL. Hægagangur r a hraðaöld Allir, sem koma nærri meðferð dómsmála hér á landi, þekkja til þess, live mikill seinagangur er á málunum. Er þá fyrst og fremst átt við mál fyrir almennum héraðsdómum í einkamál- um, þ. e. í stórum dráttum þau mál, sem hér í Reykjavík lúta meðferð borgardómaraembættisins. Langmestur fjöldi þeirra mála, sem undir það embætti falla, fær þó mjög hraða afgreiðslu, en það eru liin einföldustu skuldamál, svo sem víxilmál, sem ekki er haldið uppi vörnum í. Sé hins vegar haldið uppi vörn- um og þörf talin á að afla gagna fyrir dómi, t. d. með yfirheyrsl- um, er eins og málin séu lögð í pækil, sem ekki megi hreyfa þau úr fyrr en mjög er tekið að slá í þau. Algengast er, að rekstur slíkra mála taki a. m. k. tvö til þrjú ár, en frávik eru í báðar áttir. Því fer fjarri, að það verði talin regla, að meðferð hinna meiriháttar mála taki yfir lengri tíma- bil heldur en meðferð hinna minniháttar mála, m. a. s. virðist nokkurrar viðleitni gæta hjá dómstólunum til þess að hraða sérstaklega meðferð allraþýðingarmestu mála. Enginn mun víst verða til þess að halda því fram, að seina- gangurinn á málunum stafi fyrst og fremst af því, að vinnan við þau sé svo mikil. Fæst þeirra mála, sem taka yfir t. d. tveggja til þriggja ára tímabil, eru svo viðamikil, að ekki mætti ljúka þeim á þremur til fjórum inánuðum og jafnvel á enn skemmri tíma, ef að þeim væri unnið nokkurn veginn í samfellu. 67

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.