Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 69

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 69
t- v.' EIMREIÐIN fram að ganga fljótt og örugglega. I hraöfara viðskiptaþjóðfé- lagi nútimans hæfir ekki hinn hægi gangur dómsmála, sem e. t. v. kom ekki eins að sök á 17. og 18. öldinni, þegar allir aðrir hlutir gengu hægar fyrir sig en nú er. Nú verður sami hraði að vera á dómsmálastarfinu og annarri þjóðfélagsstarfsemi til þess að réttarkerfið gegni hlutverki sínu i þjóðfélaginu. Það ber því brýna nauðsyn til þess, að þær úrbætur verði gerðar, sem kom- ið geti 20. aldar hraða á dómsmálin. En í hverju ættu þær úr- bætur að vera fólgnar? Það skal vissulega játað, að auðveldara er að fara með préd- ikun, eins og þá hér að framan, um seinagang á dómsmálum, heldur en að gera ákveðnar umbótatillögur, og þá sérstaklega tillögur, sem allir gætu orðið sammála um, að stefndu í rétta átt. Tilgangurinn með þessu greinarkorni er fyrst og fremst sá 69

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.