Eimreiðin - 01.01.1972, Síða 70
EIMREIÐIN
að vekja athygli á því þjóðfélagsvandamáli, sem hér er um að
ræða, en þó skal reynt að benda á nokkrar tillögur til úrbóta.
1. Taka þarf upp einfaldari meðferð smærri mála. Til dæmis
mætti liugsa sér þá reglu, að í slíkum málum færi öll gagna-
öflun fyrir dómi fram i einu réttarhaldi, málið yrði munnlega
flutt í beinu framhaldi af réttarhaldinu, dómi yrði síðan lokið
á málið strax, enda þyrfti sá dómur ekki að vera rökstuddur,
heldur aðeins dómsorð. Loku yrði fyrir það skotið, að þessum
málum yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Það er auðvitað matsatriði, hvaða mál verða talin „smærri
mál“, en í þeim málum, sem varða fjárkröfur einkaréttareðlis,
mætti t. d. miða við 50—100 þúsund krónur. Sannleikurinn er
líka sá, að þrætumál, þar sem deilt er um lægri fjárhæðir en
nefndar voru, standa engan veginn undir kostnaðinum, sem
málarekstrinum er samfara i héraði, og þola alls ekki áfrýjun,
kostnaðarlega séð. Þessar lágmarksfjárhæðir æltu svo að endur-
skoðast á eins til tveggja ára fresti.
Ekki verður talið, að réttaröryggi eða réttdæmi yrði meiri
hætta búin lieldur en nú er, þótt slík regla yrði tekin upp. Allir,
sem við dómsmál fást, eru sér þess meðvitandi, að því fer því
miður fjarri, að alltaf nái rétt mál fram að ganga, sem og það,
að fyrir kemur, að röngu máli sé náð fram. Stendur þetta oft-
ast í sambandi við það, hvor málsaðilja er látinn bera halla af
sannanaskorti.
Eins og nú háttar, taka hin smærri mál allt of mikið af
tima fyrir dómstólunum og þvælast þannig fyrir framgangi
hinna stærri mála. Með því að stytta þann tíma, sem fer í rekst-
ur mála, er varða tiltölulega lítilvæga hagsmuni, sparaðist áreið-
anlega mikill timi, sem nýta mætti fyrir þau mál, er meiru varða.
2. Hraða þarf gagnaöflun fyrir dómi. Er þá fyrst og fremst
haft í liuga, að yfirheyrslur fari fram sem allra fyrst eftir að
mál fer af stað. Nú er það svo, að yfirheyrslur fást yfirleitt ekki
í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að mál er höfðað, þegar
bezt lætur. Af þessu er mjög tilfinnanlegt óhagræði. Skýrslur
manna um löngu liðna atburði eru miður áreiðanleg sönnunar-
gögn, sem þó er óhjákvæmilegt að byggja verulega á við dóms-
úrlausn. Við nútíma þjóðlífshætti, m. a. hina miklu hreyfingu á
fólki, kemur það oft í Ijós, að vitni eru lcomin út um hvippinn
og hvappinn, þegar taka á af þeim skýrslur, og jafnvel málsað-
iljarnir sjálfir. Auk þess sem skýrslur fyrir dómi væru miklu
haldbetri sönnunargögn, ef þeirra væri aflað snemma i máls-
meðferðinni, verður að telja sennilegt, að þessi háttur geti leitt
til þess, að fleiri málum lyki með sætt heldur en nú er. Það er
70