Eimreiðin - 01.01.1972, Side 72
EIMREIÐIN
óalgengt, að margir mánuðir líði milli yfirheyrslna og annarra
gagnaöflunarráðstafana fyrir dómi og margir mánuðir líði aft-
ur frá því, að gagnaöflun er lokið þar til málflutningur fer fram.
Leiðir þetta til þess, að bæði málflytjendur og dómarar þurfa
jafnvel oft að setja sig inn í hvert mál. Fer þannig talsvert mik-
ill tími forgörðum auk þess sem þetta fyrirkomulag hefur þá
liættu í för með sér, að málflytjendur og dómarar hneigist til
þess að láta málin liggja óhreyfð óhóflega lengi, þegar farið er
að fyrnast yfir þau i huga þeirra. Einnig verða hin löngu hlé á
vinnu við hvert mál til þess, að yfirsýn um málið missist. Það
væri því tvímælalaust hagræði að því, ef unnt væri að þjappa
meðferð livers máls meira saman en nú er gert, og má gera ráð
fyrir því, að það liefði strax veruleg áhrif í þá átt, ef gagna-
öfluninni fyrir dómi væri flýtt, svo sem vikið var að undir 2. lið
liér að framan.
4. Dregið verði úr frumkvæði dómaranna í yfirheyrslum. Hér
á landi tíðkast það miklu meira en í nágrannalöndum okkar,
að það séu dómarai'nir, en ekki málflytjendur aðilanna, sein
liafi frumkvæðið í yfirheyrslum, spyrji fyrst þeirra spurninga,
sem þeir vilja spyrja, o. s. frv., enda hefur gengið illa að losa
íslenzkt einkamálaréttarfar úr viðjum sakamálaréttarfars 18. og
19. aldar. Af þessu leiðir, að dómararnir þurfa að verja allmikl-
um tíma til undirbúnings yfirheyrslna. Ég tel, að það væri til
talsverðra bóta, ef frumkvæðið i þessum efnum yrði fengið mál-
flytjendunum, en lilutverk dómaranna yrði fyrst og fremst svip-
að hlutverki fundarstjóra, þ. e. að liafa stjórn á réttarhaldinu.
Það er að visu ekki öruggt, að yfirheyrslurnar yrðu neitt árang-
ursríkari með þessu móti lieldur en þær nú eru. Ávinningurinn
væri fyrst og fremst fólginn í því, að dómararnir þyrftu minni
tíma til þess að búa sig undir réttarhöld, en fengju í þess stað
meiri tíma til þess að halda réttarhöld. Auk þess eiga málflytj-
endurnir að hafa betri aðstöðu til þess en dómararnir að meta
það, liverra spurninga þarf að spyrja aðilja og hvert vitni, þar
sem þeir hafa fyrir yfirheyrslurnar verið í persónulegu sam-
bandi við aðilana og e. t. v. aðra þá, sem við sögu koma í mál-
inu, en dómararnir hins vegar ekki.
Það er mjög áberandi galli á yfirheyrsluin fyrir dómstóluin
hér á landi, hve ómarkvissar þær eru, þ. e. a. s. í stað þess, að
menn séu kallaðir fyrir dóm til þess að bera vitni um tiltekin
atriði, sem talið er, að þeir hafi vitneskju um og víst sé, að máli
skipti, þá eru þeir oft kallaðir til þess að gefa skýrslu í máli til
að kanna, livort þeir viti ekki „eittlivað“ um málið og viðkom-
72