Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 74
EIMREIÐIN lialda félögin svo uppi íniklu viðtækari sýknukröfum heldur en nokkur grundvöllur er fyrir, t. d. krefjast algerrar sýknu, þótt ljóst sé, að í rauninni er aðeins deilt um sakarskiptingu. Nú skal því auðvitað ekki haldið fram, að fyrirsvarsmenn vátrygg- ingarfélaganna hafi ætíð rangt fyrir sér í þessum málum. Síður en svo, enda liafa þau í þjónustu sinni fjölda manna, sem eru þrautþjálfaðir í meðferð þeirra. En jafnvel þótt fyrirsvars- menn vátryggingarfélaganna reynist á endanum liafa lagt rétt mat á málið, réttlætir það engan veginn, að tjónþolunum séu settir þeir afarkostir að ganga að skilmálum félaganna eða fá ella engar bætur, nema að undangengnum málaferlum. Séu fyrirsvarsmenn félaganna svo vissir í sinni sök sem þeir oft láta, ættu þeir frekar að vera reiðubúnir til þess að inna af hendi greiðslu upp í tjón án skilyrða. En það á áreiðanlcga oft verulegan þátt i því, hve vátryggingarfélögin eru fastheldin á fé, einkanlega hinar stærri fjárhæðir, að þau, eins og ýmsir aðrir þrautseigir skuldarar, hafa lakmarkað reiðufé handbært. Þau mál, sem hér um ræðir, eru oft svo mikils háttar og skipta svo miklu máli fyrir tjónþolana, að óverjandi er að láta það dragast öllu lengur að gera sérstakar ráðstafanir til þess að hraða meðferð þeirra. 6. Réttarhlé verði felld niður. Svo sem kunnugt er, fara nú engin réttarhöld fram hjá hinum almennu dómstólum í héraði (í kaupstöðum) í tvo mánuði á sumrin, í rúmlega tvær vikur um jól og áramót og í rúmlega eina viku um páskaleytið. Eru þannig leyfi t. d. hjá borgardómaraembættinu í Reykjavik, sem fær til meðferðar langflest mál allra dómsmála á landinu, í u. þ. b. þrjá mánuði á ári hverju, eða % liluta ársins. Á þessum tíma fara yfirleitt engin réttarhöld fram. Ekki skal þvi haldið fram, að dómarar sitji auðum höndum i þingleyfunum. Munu þeir t. d. talsvert nota þingleyfin til samn- ingar dóma, en hætt er þó við, að þingleyfin á sumrin séu ekki í reynd drjúg til vinnu. Þessi þingleyfi ber að mínum dómi að fella algerlega niður, enda getur það ekki gengið nú á tímum, að starfsemi dómstólanna lamist að verulegu leyti svo mikinn hluta ársins sem raun ber vitni, ekki sízt, þegar til þess er litið, live mikill fjöldi mála bíður þar afgreiðslu. Þær hugmyndir, sem að framan eru fram settar, um umbætur á réttarkerfinu í því skyni að hraða meðferð dómsmála, eru að sjálfsögðu ekki hinar einu, er til greina geti komið í því efni. Um þær, a. m. k. sumar, mun sjálfsagt sitt sýnast hverjum, eins og gengur. Aðrir munu ugglaust geta hent á einhverjar aðrar leiðir, t. d. þá að fjölga dómendum. Það er líka sennilegt, að 74

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.