Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 77

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 77
JONAS KRISTJÁNSSON, RITSTJORI EIMREIÐIN F/ór/'r Þjóðverjar Hin gömlu pólitísku kenningakerfi hafa látið töluvert á sjá á undanförnum árum. Þau eru ekki lengur i samræmi við þá þekkingu, sem vísindin eru sífellt að hlaða upp. Hins vegar eru stöðugt á ferðinni ný kenningakerfi, sem sögð eru vera að meira eða minna leyti reist á grundvelli núverandi þekkingar vísind- anna, þótt þau stangist á. Einkum eru það vísindamenn, sem farið liafa að rita um pólitíska heimspeki, er vakið hafa á sér athygli á þessu sviði. Sem dæmi má nefna tvo Frakka, þjóðfræðinginn Claude Lévi- Strauss og líffræðinginn Jacques Monod, sem ef til vill verður siðar sagt frá í bókaþætti. I þetta sinn verður sagt lauslega frá fjórum Vestur-Þjóðverjum, sem sett hafa fram nýstárlegar hug- myndir í pólitiskri heimspeki á undanförnum árum. Ekki er vist, að allar þessar hugmyndir verði sígildar, en þær eru gott dæmi um þá gerjun, sem nú á sér stað í fræðum þessum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.