Eimreiðin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 79
ÉIMREIÐlN hefur orðið kunnur af bók sinni: „Die Zukunft ist anders“, þar sem hann gagnrýnir stjórnmálamenn austurs og vesturs fyrir þekkingar- skort og fordóma. Hann segir, að heiminum ráði menn, sem séu þrjá- tíu árum á eftir tímanum. Þeir geri sér ekki grein fyrir þeim sannleik, sem félagslega tölfræðin hafi graf- ið upp á síðustu áratugum. Um Karl Marx segir Wollny, að hann hefði komizt að öðrum og rétt- ari niðurstöðum, ef hann hefði haft aðstöðu til að vinna efni sitt á grundvelli þeirrar þekkingar, sem félagslega tölfræðin býr nú yfir. Þessi þekking geri nú kleift að setja upp sagnfræðilegar og félagsfræði- legar reglur, sem gildi fyrir allan heiminn. Með þessum reglum sé hægt að sanna, hvar Marx, Adam Smith og aðrir kenningasmiðir hafi haft á röngu að standa. Wollny segir, að kenningar Marx séu runnar upp úr millibilsþjóðfé- lagi, sem var við lýði í Evrópu á tímanum frá 1750 til 1900. Þetta millibilsþjóðfélag hafi fylgt í kjöl- far landbúnaðarþjóðfélags fyrri alda og verið undanfari iðnaðarþjóðfé- lags nútímans. Þetta hafi verið tímabil stéttabaráttu og vaxandi eymdar verkalýðsins. Síðan hefur þróunin verið allt önnur. Farið hefur saman skynvæð- ing, iðnvæðing, tæknibylting, heilsu- farsbylting, menntunarvæðing og samdráttur í barnsfæðingum. Alls- nægtaþjóðfélag hefur risið upp án nokkurrar pólitískrar byltingar. Gömlu, pólitísku kenningakerfin eru því orðin úrelt. Wollny segir þróunarlöndin enn vera á millibilsstiginu og beri hin- um þróuðu löndum að hjálpa þeim til að iðnvæðast og til að takmarka barneignir, svo að þau megi sem skjótast komast í hóp allsnægta- landanna. HIÐ SVEIGJANLEGA KERFI Niklas Luhmann er félagsfræði- prófessor, sem hefur byggt upp þjóðfélagslegt kenningakerfi, er farið hefur sérdeilis í taugarnar á marxistum. Um þessar mundir er hann einn hinna áhrifamestu og umdeildustu félagsfræðinga þar í landi. Höfuðrit hans er bókin: „Soziolo- gische Aufklárung", en kunnust er bókin „Theorie der Gesellschaft oder Sozialtechnologie", sem hefur að geyma rökræður hans og höfuð- andstæðings hans, félagsfræðipró- fessorsins og marxistans Júrgen Habermas, þar sem þeir deila um marxisma og kerfi Luhmanns. Luhmann neitar því, að stétta- skipting og stéttabarátta sé hvati þróunarinnar. Hann telur hið þjóð- félagslega kerfi vera svar við ögr- un flókinnar veraldar, sem felur í sér óvænta atburði. Hagnýtt gildi sérhvers þjóðfélagskerfis fer að hans áliti eftir því, hve vel því tekst að mæta óvæntum og óþekkt- um fyrirbrigðum. Þessi svörun tekst venjulega því aðeins, að til séu hlið við hlið mörg partakerfi, sem hvert um sig fáist við hluta hinnar flóknu veraldar. Þannig verði hver þáttur meðfæri- legur út af fyrir sig. Þessi parta- kerfi verða þá hvert fyrir sig að vera í samræmi við heildarkerfið. Sem dæmi um partakerfi má nefna stjórnmál, hagkerfi, vísindi og menningu. Luhmann telur, að mikið af fé- lagslegri gagnrýni í nútímanum taki ekki nægilegt tillit til þess, hve flókin veröldin sé. Kerfi hans sjálfs á að hans mati að fela í sér tækni til að umgangast þessar veraldar- flækjur, síbreytilegar og sífellt óvæntar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.