Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 13
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR OG KRISTÍN LILJA GARÐARSDÓTTIR skyldunni tengist ýmsum þáttum sem efla sjálfsmynd ungmenna (t.d. sjálfsálit, sjálfs- traust) og minnka vanlíðan þeirra (t.d. depurð, kvíða), en hegðunarstjórn tengist fremur hegðuiTarvandkvæðum eins og vímuefnaneyslu og árásargirni (Gray og Steinberg, 1999; Barber, Olsen og Shagle, 1994). Þeir fræðimenn sem kannað hafa tengsl milli uppeldisaðferðanna - viðurkenning- ar, samheldni og hegðunarstjórnar - og aðlögunar unglinga hafa einkum farið tvær leiðir. Annars vegar hafa þeir athugað áhrif hverrar uppeldisaðferðar fyrir sig og hins vegar flokkað uppeldisaðferðirnar saman í uppeldishætti. Samheldni og hegðunar- stjórn hafa til að mynda verið flokkaðar í fjóra uppeldishætti: leiðandi (mikil sam- heldni og mikil hegðunarstjórn), skipandi (lítil samheldni og mikil hegðunarstjórn), eftirlátir (mikil samheldni og lítil hegðunarstjórn) og afskiptalausir (lítil samheldni og lítil hegðunarstjórn) (Lamborn o.fl., 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001; Steinberg o.fl., 1994). Síðarnefnda tilhögunin þykir almennt vænlegri í ljósi þess að hún veiti möguleika á að athuga tengsl fjölþættari uppeldisaðferða við aðlögun ungmenna (Sigrún Aðal- bjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001; Steinberg o.fl., 1994). Fram að þessu hafa uppeldisaðferðirnar viðurkenning og samheldni ekki verið flokkaðar saman í uppeldishætti, en hvor aðferðin um sig er þó talin, sem fyrr segir, hafa meiri áhrif á sjálfsmynd ungmenna en hegðunarstjórn. Segja má að Gray og Steinberg (1999) hafi komist næst því að tengja saman þessar aðferðir með því að kanna samvirkniáhrif samheldni og viðurkenningar á sjálfsmynd unglinga. Niðurstöður þeirra voru að í þeim tilvikum sem unglingar upplifðu sálræna stjórn voru líkur á að mikil samheldni fjölskyldunnar veitti þeim vörn gegn neikvæðri sjálfsmynd. Ennfremurig veitti við- urkenning þeim vörn gegn neikvæðri sjálfsmynd ef þeir upplifðu skort á samheldni. Nýmæli rannsóknarinnar í rannsókn Gray og Steinberg (1999) var hvor uppeldisaðferð - samheldni og viður- kenning - notuð um sig og samvirkni þeirra tveggja. í þessari rannsókn er þessum tveimur uppeldisaðferðum aftur á móti skipt í fjóra uppeldishætti og hefur það ekki verið gert áður. Flokkar uppeldisháttanna eru: (1) mikil viðurkenning og mikil sam- heldni, (2) mikil viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn (andstæða viður- kenningar) og mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Með þessu móti næst til margvíslegri uppeldishátta og möguleiki gefst á að kanna tengsl þeirra við aðlögun barna og unglinga, nánar tiltekið við sjálfsálit ungmenna í þessari rannsókn. Skortur er á rannsóknum með langtímasniði þar sem athyglinni er beint að áhrif- um mismunandi uppeldishátta foreldra (sbr. kenningar Baumrind) á þætti sem tengjast sjálfsmynd ungmenna og líðan. Þær fáu sem til eru ná heldur ekki yfir eins langt tímabil og hér um ræðir. Rannsókn Lamborn og félaga (1991) tók t.d. aðeins yfir eitt ár. I þessari rannsókn eru tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits unglinga ekki aðeins athuguð við 14 ára aldur (tengsl í tíma) heldur eru uppeldishættir for- eldra við 14 ára aldur unglinganna athugaðir aftur í tengslum við sjálfsálit ungmenn- anna rúmum sjö árum síðar þegar flest þeirra höfðu náð 22 ára aldri (forspá). Þá nær rannsóknin fram á þrítugsaldur ungmennanna, en í öðrum rannsóknum á þessu sviði 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.