Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 13
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR OG KRISTÍN LILJA GARÐARSDÓTTIR
skyldunni tengist ýmsum þáttum sem efla sjálfsmynd ungmenna (t.d. sjálfsálit, sjálfs-
traust) og minnka vanlíðan þeirra (t.d. depurð, kvíða), en hegðunarstjórn tengist
fremur hegðuiTarvandkvæðum eins og vímuefnaneyslu og árásargirni (Gray og
Steinberg, 1999; Barber, Olsen og Shagle, 1994).
Þeir fræðimenn sem kannað hafa tengsl milli uppeldisaðferðanna - viðurkenning-
ar, samheldni og hegðunarstjórnar - og aðlögunar unglinga hafa einkum farið tvær
leiðir. Annars vegar hafa þeir athugað áhrif hverrar uppeldisaðferðar fyrir sig og hins
vegar flokkað uppeldisaðferðirnar saman í uppeldishætti. Samheldni og hegðunar-
stjórn hafa til að mynda verið flokkaðar í fjóra uppeldishætti: leiðandi (mikil sam-
heldni og mikil hegðunarstjórn), skipandi (lítil samheldni og mikil hegðunarstjórn),
eftirlátir (mikil samheldni og lítil hegðunarstjórn) og afskiptalausir (lítil samheldni
og lítil hegðunarstjórn) (Lamborn o.fl., 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G.
Hafsteinsson, 2001; Steinberg o.fl., 1994).
Síðarnefnda tilhögunin þykir almennt vænlegri í ljósi þess að hún veiti möguleika
á að athuga tengsl fjölþættari uppeldisaðferða við aðlögun ungmenna (Sigrún Aðal-
bjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001; Steinberg o.fl., 1994). Fram að þessu
hafa uppeldisaðferðirnar viðurkenning og samheldni ekki verið flokkaðar saman í
uppeldishætti, en hvor aðferðin um sig er þó talin, sem fyrr segir, hafa meiri áhrif á
sjálfsmynd ungmenna en hegðunarstjórn. Segja má að Gray og Steinberg (1999) hafi
komist næst því að tengja saman þessar aðferðir með því að kanna samvirkniáhrif
samheldni og viðurkenningar á sjálfsmynd unglinga. Niðurstöður þeirra voru að í
þeim tilvikum sem unglingar upplifðu sálræna stjórn voru líkur á að mikil samheldni
fjölskyldunnar veitti þeim vörn gegn neikvæðri sjálfsmynd. Ennfremurig veitti við-
urkenning þeim vörn gegn neikvæðri sjálfsmynd ef þeir upplifðu skort á samheldni.
Nýmæli rannsóknarinnar
í rannsókn Gray og Steinberg (1999) var hvor uppeldisaðferð - samheldni og viður-
kenning - notuð um sig og samvirkni þeirra tveggja. í þessari rannsókn er þessum
tveimur uppeldisaðferðum aftur á móti skipt í fjóra uppeldishætti og hefur það ekki
verið gert áður. Flokkar uppeldisháttanna eru: (1) mikil viðurkenning og mikil sam-
heldni, (2) mikil viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn (andstæða viður-
kenningar) og mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Með þessu móti
næst til margvíslegri uppeldishátta og möguleiki gefst á að kanna tengsl þeirra við
aðlögun barna og unglinga, nánar tiltekið við sjálfsálit ungmenna í þessari rannsókn.
Skortur er á rannsóknum með langtímasniði þar sem athyglinni er beint að áhrif-
um mismunandi uppeldishátta foreldra (sbr. kenningar Baumrind) á þætti sem
tengjast sjálfsmynd ungmenna og líðan. Þær fáu sem til eru ná heldur ekki yfir eins
langt tímabil og hér um ræðir. Rannsókn Lamborn og félaga (1991) tók t.d. aðeins yfir
eitt ár. I þessari rannsókn eru tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits unglinga
ekki aðeins athuguð við 14 ára aldur (tengsl í tíma) heldur eru uppeldishættir for-
eldra við 14 ára aldur unglinganna athugaðir aftur í tengslum við sjálfsálit ungmenn-
anna rúmum sjö árum síðar þegar flest þeirra höfðu náð 22 ára aldri (forspá). Þá nær
rannsóknin fram á þrítugsaldur ungmennanna, en í öðrum rannsóknum á þessu sviði
11