Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 53
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR í leikskóla eða fengið staðfestingu á því þar að þetta væri það sem þær vildu gera. Ein hinna yngri sagði: Ég var búin að ákveða að ég ætlaði í Kennaraháskólann, en ekki hvort ég ætlaði á leikskólabrautina eða grunnskóla [brautina]. Svo prófaði ég að vinna í leikskóla ... Þetta heillaði mig alveg. Sumar höfðu haft þetta starf í huga lengi og alltaf ætlað sér að vinna með börnum. Ein sagði: „Ég hef reyndar, frá því að ég var lítil alltaf ætlað að verða fóstra". Þær sem voru eldri en 25 ára og voru ekki með stúdentspróf höfðu allar unnið lengi í leikskóla, enda komust þær inn í námið á þeim forsendum. Flestar þeirra höfðu sótt árs undirbúningsnámskeið í skólanum og fannst þær hafa fengið mikla hvatningu frá kennurunum þar til að halda áfram og sækja um leikskólakennara- námið. Margar þeirra nefndu einnig að fagfólkið í leikskólunum þeirra hefði hvatt þær til að fara í námið. En það sem virtist vega þyngst var að sem ófaglært starfsfólk leikskóla fundu þær hjá sér hvöt til að læra meira. Eins og algengt er með eldri nema (Graham og Long Gisi, 2000) fóru þær flestar í námið með mjög skýr markmið í huga. Ef notuð er flokkun Leonard (1993) reyndust flestar þeirra velja þetta nám af hag- kvæmnisástæðum frekar en persónulegum ástæðum. Þær höfðu allar langa starfs- reynslu í leikskólum og meginmarkmið þeirra var að efla sig faglega og styrkja stöðu sína í starfi. Ein þeirra sagði: „Mér fannst mig vanta það mikið til þess að verða öruggari starfsmaður, að ég þyrfti að ná mér í þessa menntun líka". Þær nefndu einnig þörf fyrir að hafa meiri áhrif og að tekið væri mark á þeim. Þær töldu að rétt- indin sem námið veitir myndi auka starfsöryggi þeirra, þar sem þær voru iðulega látnar víkja fyrir fagfólki. Ein þeirra nefndi að hún hafi verið búin að vinna í 16 ár í sama leikskólanum og þá hafi stúlka sem hafi verið búin með eitt ár í Fósturskólan- um verið tekin fram fyrir hana og það hafi fyllt mælinn. Og önnur sagði: „Mig langaði ekki alltaf að vera undir einhverjum, vildi nú eiginlega bara hafa meiri áhrif líka". Sumar eldri kvennanna höfðu hætt í skóla vegna þess að þeim hafði gengið illa í námi en aðrar höfðu hætt vegna fjölskylduaðstæðna. Þær höfðu eignast börn og fjöl- skyldu snemma á lífsleiðinni, fyrir 20-30 árum og vegna tíðarandans í samfélaginu og skorts á félagslegum stuðningi höfðu þær ekki talið það mögulegt að vera í skóla og eiga fjölskyldu samtímis. Þær konur sem voru bæði eldri en 25 ára þegar þær hófu nám og voru einnig stúd- entar voru allar í fjarnámi. Fjarnámið hafði opnað þeim leið til að setjast aftur á skóla- bekk. Ein þeirra lýsti því að rúm 20 ár hefðu liðið frá því að hún fyrst hefði ætlað sér að fara í leikskólakennaranám, þar til sá draumur varð að veruleika. Ég ætlaði alltaf að læra þetta. Ég ætlaði að fara í Fósturskóla íslands sem svo hét þá 1975 um haustið. Ég varð stúdent '75 um vorið og fór þá að vinna á leikskóla eða dagheimili ... Og vann þar alveg þangað til ég átti elsta barnið mitt. Það fæddist í desember '75. Ég sem sagt hætti við að fara L. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.