Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 75
JÓHANNA EINARSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR
endurtékning setninga ogframburður. Málþroskaprófunin með TOLD-2P var gerð af 12
talmeinafræðingum og 16 sérkennurum sem allir höfðu réttindi til að leggja prófið
fyrir.
HLJÓM-2 prófið var einnig lagt fyrir 267 börn en einungis á leikskólaaldri. Prófun-
ina önnuðust fimm talmeinafræðingar og einn sálfræðinemi.
Börnin voru prófuð hvert í sínu lagi og voru prófin lögð fyrir í tvennu lagi, með
eins til þriggja daga millibili, fyrst TOLD-2P og svo HLJÓM-2. Próftími var í heild um
það bil ein klukkustund.
Börnin voru prófuð í sínum leikskóla og flest síðar í grunnskóla í umhverfi sem
þau þekktu vel3. Börnin voru upphaflega í 12 leikskólum en dreifðust síðar á 34
grunnskóla víðs vegar um landið.
Skipting barnanna i hópa eftir færni
Akveðið var að skoða þrjá hópa barna, börn sem sýndu slaka færni, meðalfærni og
góða færni. Börn sem sýndu færni sem var einu staðalfráviki eða meira undir meðal-
tali voru flokkuð með slaka færni. Samkvæmt staðlaðri normaldreifingu eru það tæp
16% barna. Börn sem sýndu meðalfærni eða einu staðalfráviki undir eða yfir meðal-
tali lentu í flokknum meðalfærni. Samkvæmt staðlaðri normaldreifingu eru rúm 68%
barna í þessum flokki. Þau börn sem sýndu góða færni voru meira en einu staðalfrá-
viki fyrir ofan meðaltal. Samkvæmt staðlaðri normaldreifingu eru tæp 16% í þessum
flokki.
Á málþroskaprófinu TOLD-2P samsvarar þetta því að börn með slaka færni voru
með mælitölur undir 85, í meðalflokknum voru börn með mælitölur á milli 85 og 115
og með góða færni voru börn með mælitölur yfir 115. Samkvæmt handbók sem fylgir
með TOLD-2P prófinu er meðalárangur á TOLD-2P 100 og staðalfrávikið 15 (Ingi-
björg Símonardóttir o.fl., 1995).
Á HLJÓM-2 prófinu voru börn með slaka færni með 28 stig eða minna eða einu
staðalfráviki eða meira undir meðaltali. Börn með 29 til 55 stig voru flokkuð með
meðalfærni og sýndu árangur frá einu staðalfráviki undir eða yfir meðaltali og börn
með góða færni voru meira en einu staðalfráviki fyrir ofan meðaltal eða með 56 stig
eða hærra. Meðalárangur á HLJÓM-2 í úrtaki var 42,6 stig og staðalfrávikið var 13,4.
Á samræmdum prófum í íslensku var einkunnunum breytt í staðalgildi4 en það
var gert til að einkunnir væru sambærilegar fyrirbæði árin. Meðaltal staðalgilda er 0
en staðalfrávikið 1. Staðalgildi sýna stöðu þátttakenda miðað við aðra nemendur sem
tóku samræmd próf þau ár sem um ræðir. Nemandi sem er með staðalgildi lægra en
-1 telst með slaka færni, þeir sem eru með staðalgildi frá -1 og upp í 1 eru með með-
alfærni en þeir sem eru með staðalgildi hærra en 1 eru taldir með góða færni.
3 Örfá börn voru prófuð við sjö ára aldur í Talþjálfun Reykjavíkur eða á skólaskrifstofu Garðabæj-
ar. Ástæðan var að þau voru flutt út á land en áhugasamir foreldrar komu sérstaklega í bæinn
vegna þessa.
4 Sé staðalgildi lægra en 0 þýðir það að árangur er undir meðallagi miðað við árangur annarra í
hópnum en ef það er yfir 0 þýðir það að árangur er yfir meðallagi.
73