Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 93
HANNA RAGNARSDOTTIR
Vilji og væntingar
Rannsókn ó áhrifaþóttum í skólagöngu erlendra barna á Islandi
í grein þessari er fjallað um nokkrar niðurstöður úrfyrri hluta eigindlegrar rannsóknar á
samspili heimamenningar erlendra barna á íslandi og skólamenningar. í rannsókninni sem
hófst í ágiíst 2002 og mun Ijúka vorið 2005 er rætt að jafnaði tvisvar á ári við foreldra
erlendra barna, kennara þeirra og skólastjóra, svo og börnin sjálf, efþau hafa aldur til. Börnin
voru í upphafi rannsóknar nítján, í fjórum leikskólum og tveimur grunnskólum í Reykjavík,
en nokkur barnanna hafa flutt af landi brott með fjölskyldum sínum og sum barnanna hafa
skipt um skóla, þannig að skólum í rannsókninni hefur fjölgað. í þessari grein verður fjallað
um fjögur barnanna og foreldra þeirra.
Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar varpa Ijósi á viðhorf foreldra og væntingar til
náms og skólastarfs á íslandi, svo og mat þeirra og kennaranna á stöðu barnanna. í stórum
dráttum eruforeldrar ánægðir með skólastarfið, en nokkrir árekstrar hafa komið upp er snerta
menningar- eða trúartengd gildi og viðhorf. Foreldrarnir sýna almennt lítið frumkvæði og
laga sig að skólastarfi.
Foreldrar leikskólabarnanna líta flestir á leikskólann sem vettvang samskipta barna og
félagsskapar fremur en vettvang markviss skólastarfs og kemur þetta skýrt fram í svörum
foreldra barnanna tveggja sem vísað er til ígreininni. Þeir hafa þó allir skýrar væntingar um
frekari skólagöngu barna sinna og nám þeirra í framtíöinni.
Foreldrar grunnskólabarnanna eru allir hlynntir námi barna sinna, vilja styðja þau til
náms og leyfa þeim að velja sér svið eftir áhuga. Grunnskólabörnin semfjallað er um ígrein-
inni búa viðfélagslega einangrun hvað varðar íslenska jafnaldra. Þau eiga ýmist vin afsama
uppruna, öðrum erlendum uppruna eða enga vini. Foreldrarnir taka þessu með þolinmæði
og nefna m.a. að það taki tíma að þróa vináttu. Ein móðir lítur nokkuð alvarlegum augum
hópamyndun erlendra barna annars vegar og íslenskra barna hins vegar og vill gjarnan að
skólinn stuðli að meiri samskiptum allra barnanna.
Erlendar rannsóknir á stöðu erlendra barna benda m.a. til þess að skoða þurfi skólastarfí
stærra samhengi og taka tillit til aðstæðna lmers nemanda til að árangur náist í menntun
erlendra barna, auk þess sem meta þurfi fjölmenningarlega hæfni.
91