Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 119

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 119
KRISTIN HELGA GUÐMUNDSDOTTIR kennslu við skólann. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi við rannsóknina: 1) Hvernig er námsstíll fjarnemenda? 2) .Hver eru tengsl fjarnáms sem námsforms og námsstíls fjarnemenda? 3) Hvernig er námsumhverfi fjarnemenda við KHÍ? ADFERÐ Sú nálgun, sem hér var valin til að rannsaka námsstíl nokkurra fjarnemenda sem stunda háskólanám, er eigindleg. Megináhersla var lögð á að skilja rannsóknarefnið út frá sjónarmiði, skilningi og reynslu þátttakenda (Hitchcock og Hughes, 1995:26). Aðferðir, sem þóttu henta best til að afla gagna í samræmi við megináherslur rann- sóknarinnar, voru að taka hálfopin viðtöl við þátttakendur (Bogdan og Biklen, 1992:2-3) og fá fjarnemendur til að halda dagbók í tvær vikur. Viðtölin voru lítt skipulögð fyrirfram en það gaf viðmælendum tækifæri til að segja sögu sína og tjá skoðanir sínar á ákveðnum málefnum á sinn hátt. Þrír þátttakendur, sem voru ennþá í námi við KHÍ, héldu dagbók um nám sitt í tvær vikur í því skyni að heildarmynd fengist af námsstíl þeirra. Tilgangurinn var að fá fram reynslu þeirra af náminu, dag- legar athafnir og annað sem þeim fannst skipta máli (Bogdan og Biklen, 1992:133-134). Rannsóknin stóð yfir í eitt ár, frá 2002 til 2003. Þátttakendur og gagnasöfnun Þátttakendur voru valdir með fræðilegu úrtaki (e. theoretical sampling) til að fá sem víðtækasta mynd af námsstíl fjarnemenda. Með fræðilegu úrtaki er átt við að úrtak- ið sé valið á grundvelli þýðingar þess fyrir rannsóknarspurningarnar (Silverman, 2000:105). Þátttakendur voru sex fjarnemendur sem stunduðu eða höfðu stundað nám við grunn- eða framhaldsdeild KHI. Af þeim voru valdir þrír sem voru á ólík- um aldri, komnir misjafnlega langt í námi og búsettir á mismunandi stöðum á land- inu. Ennfremur var einn þátttakandi valirm sem hafði hætt fjarnámi og hafið staðnám í staðinn, annar sem hóf fjarnám eftir að hafa hætt staðnámi og einn þátttakandi sem hætti fjarnámi í framhaldsdeild áður en því lauk. Haft var samband við nemendaskráningu KHÍ og starfsmenn þar beðnir að finna þátttakendur sem uppfylltu ákveðin skilyrði. Af þeim lista voru síðan sex nemendur valdir. Við valið var tekið mið af því námsformi sem nemendur voru skráðir í, í hvaða deild þeir voru, hversu langt þeir voru komnir í námi, hvar þeir voru búsettir og af aldri þeirra. Rannsakandi fór á heimaslóð þátttakenda og tók viðtöl við þá þar. Viðtölin fóru fram heima hjá þátttakendum eða á vinnustað þeirra. Viðtölin stóðu yfir í rúmlega klukkustund og voru tekin upp á hljóðsnældu og afrituð. Viðtölin voru send til þátt- takenda og þeir beðnir að lesa þau yfir. Þátttakendur gerðu litlar sem engar athuga- semdir við viðtölin. Þrír þátttakendur sem voru ennþá í námi við KHÍ héldu dagbók í tvær vikur um nám sitt. 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.