Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 119
KRISTIN HELGA GUÐMUNDSDOTTIR
kennslu við skólann. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi
við rannsóknina:
1) Hvernig er námsstíll fjarnemenda?
2) .Hver eru tengsl fjarnáms sem námsforms og námsstíls fjarnemenda?
3) Hvernig er námsumhverfi fjarnemenda við KHÍ?
ADFERÐ
Sú nálgun, sem hér var valin til að rannsaka námsstíl nokkurra fjarnemenda sem
stunda háskólanám, er eigindleg. Megináhersla var lögð á að skilja rannsóknarefnið
út frá sjónarmiði, skilningi og reynslu þátttakenda (Hitchcock og Hughes, 1995:26).
Aðferðir, sem þóttu henta best til að afla gagna í samræmi við megináherslur rann-
sóknarinnar, voru að taka hálfopin viðtöl við þátttakendur (Bogdan og Biklen,
1992:2-3) og fá fjarnemendur til að halda dagbók í tvær vikur. Viðtölin voru lítt
skipulögð fyrirfram en það gaf viðmælendum tækifæri til að segja sögu sína og tjá
skoðanir sínar á ákveðnum málefnum á sinn hátt. Þrír þátttakendur, sem voru ennþá
í námi við KHÍ, héldu dagbók um nám sitt í tvær vikur í því skyni að heildarmynd
fengist af námsstíl þeirra. Tilgangurinn var að fá fram reynslu þeirra af náminu, dag-
legar athafnir og annað sem þeim fannst skipta máli (Bogdan og Biklen,
1992:133-134). Rannsóknin stóð yfir í eitt ár, frá 2002 til 2003.
Þátttakendur og gagnasöfnun
Þátttakendur voru valdir með fræðilegu úrtaki (e. theoretical sampling) til að fá sem
víðtækasta mynd af námsstíl fjarnemenda. Með fræðilegu úrtaki er átt við að úrtak-
ið sé valið á grundvelli þýðingar þess fyrir rannsóknarspurningarnar (Silverman,
2000:105). Þátttakendur voru sex fjarnemendur sem stunduðu eða höfðu stundað
nám við grunn- eða framhaldsdeild KHI. Af þeim voru valdir þrír sem voru á ólík-
um aldri, komnir misjafnlega langt í námi og búsettir á mismunandi stöðum á land-
inu. Ennfremur var einn þátttakandi valirm sem hafði hætt fjarnámi og hafið staðnám
í staðinn, annar sem hóf fjarnám eftir að hafa hætt staðnámi og einn þátttakandi sem
hætti fjarnámi í framhaldsdeild áður en því lauk.
Haft var samband við nemendaskráningu KHÍ og starfsmenn þar beðnir að finna
þátttakendur sem uppfylltu ákveðin skilyrði. Af þeim lista voru síðan sex nemendur
valdir. Við valið var tekið mið af því námsformi sem nemendur voru skráðir í, í hvaða
deild þeir voru, hversu langt þeir voru komnir í námi, hvar þeir voru búsettir og af
aldri þeirra.
Rannsakandi fór á heimaslóð þátttakenda og tók viðtöl við þá þar. Viðtölin fóru
fram heima hjá þátttakendum eða á vinnustað þeirra. Viðtölin stóðu yfir í rúmlega
klukkustund og voru tekin upp á hljóðsnældu og afrituð. Viðtölin voru send til þátt-
takenda og þeir beðnir að lesa þau yfir. Þátttakendur gerðu litlar sem engar athuga-
semdir við viðtölin. Þrír þátttakendur sem voru ennþá í námi við KHÍ héldu dagbók
í tvær vikur um nám sitt.
117