Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 121
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
Kynning á viðmælendum
Viðmælendur mínir eru nefndir með dulnefni til að gæta nafnleyndar og trúnaðar.
Anna er leikskólakennaranemi sem er langt komin í námi. Hún er tæplega þrítug,
gift og tveggja barna móðir. Börnin eru á grunnskólaaldri. Hún býr úti á landi og
virtnur heima en leysir stöku sinnum af í forföllum í leikskólanum þar sem hún vann
áður en hún hóf nám við KHI. Hún sótti um inngöngu í KHI oftar en einu sinni.
Menntunarbakgrunnur hennar, áður en hún hóf nám við KHI, er tveggja ára nám við
framhaldsskóla sem hún lauk tæplega tvítug.
Hanna er grunnskólakennaranemi sem er á öðru ári. Hún er rúmlega fertug, gift
og þriggja barna móðir. Tvö barna hennar eru á grunnskólaaldri. Hún býr úti á landi
og vinnur 50% starf utan heimilis. Hún sótti um inngöngu í KHÍ oftar en einu sinni.
Hún lauk stúdentsprófi rúmlega þrítug.
Jóna er nemandi í framhaldsdeild. Hún er tæplega fimmtug, gift og þriggja barna
móðir. Börnin eru uppkomin. Hún býr á höfuðborgarsvæðinu og vinnur fullan
vinnudag. Hún fékk inngöngu í skólann í fyrsta sinn sem hún sótti um. Hún var tæp-
lega þrítug þegar hún lauk stúdentsprófi og rúmlega þrítug þegar hún lauk háskóla-
prófi. Hún hóf framhaldsnám við KHÍ tæplega fimmtug.
Ingibjörg er grunnskólakennari sem var í fjarnámi og skipti síðan yfir í staðnám.
Hún er tæplega þrítug, ekki í sambúð og á tvö börn. Börnin eru á grunnskólaaldri.
Hún býr rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Meðan hún var í fjarnámi var hún í fullri
kennslu en hætti að kenna þegar hún skipti yfir í staðnám. Hún fékk inngöngu í skól-
ann í fyrsta sinn sem hún sótti um. Hún er með stúdentspróf sem hún lauk tvítug og
kennarapróf sem hún lauk tæplega þrítug.
Guðrún er grunnskólakennari sem var í staðnámi en fór síðan í fjarnám. Hún er
rúmlega þrítug, gift og á eitt barn. Barnið er á grunnskólaaldri. Þegar hún hóf nám
við skólann bjó hún á höfuðborgarsvæðinu en fluttist síðan út á land og skipti þá yfir
í fjarnám. Hún kenndi hlutakennslu síðari hluta fjarnámsins. Hún fékk inngöngu í
skólann í fyrsta sinn sem hún sótti um. Hún lauk stúdentsprófi rúmlega tvítug og
kennaraprófi þegar hún var rúmlega þrítug.
Pála er grunnskólakennari sem var í framhaldsnámi við KHÍ en hætti námi áður
en því lauk. Hún er rúmlega fertug, gift og fjögurra barna móðir. Börnin eru á grunn-
skólaaldri. Hún býr úti á landi og vinnur fullan vinnudag. Hún fékk inngöngu í skól-
ann í fyrsta sinn sem hún sótti um. Menntun hennar er tvö ár í framhaldsskóla sem
hún lauk tæplega tvítug og kemiarapróf í staðnámi sem hún lauk tæplega þrítug.
Kennaraháskólinn gerir þær kröfur til umsækjenda að þeir hafi lokið stúdentsprófi
eða hafi sambærilega menntun og/eða hafi starfsreynslu á kennslu- og uppeldissviði.
Þrír fjarnemendanna voru með stúdentspróf og einn hafði lokið tveggja ára fram-
haldsskólanámi þegar þeir hófu nám við skólann. Tveir voru með kennarapróf þegar
þeir hófu nám í framhaldsdeild skólans. Einn viðmælandi minn var með tveggja ára
framhaldsskólanám að baki þegar hann byrjaði í skólanum. Hann var á þriðja ári og
gekk mjög vel í námi. Þetta atriði er dregið fram vegna þess að David Kember (1998)
telur æskilegt að menntunarbakgrunnur nemenda sé í samræmi við kröfur skólans til
119