Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 127
KRISTIN HELGA GUÐMUNDSDOTTIR
Tölva var vissulega notuð sem stuðningur í námi og er í því sambandi vísað til
notkunar ritvinnslu, tölvuorðabóka, leiðréttingaforrita o.s.frv. Tölva var einnig notuð
til útvíkkunar, en með því er átt við annars konar innihald og vinnuferli þar sem ekki
þurfi nauðsynlega að nota tölvur. Sem dæmi má nefna þegar nemendur leita upplýs-
inga í gagnagrunnum og í leitarvélum á netinu í tengslum við verkefnavinnu. Um-
ræður á netinu eru mikilvægur þáttur í námi fjarnemenda og eru þær ólíkar þeim
umræðum sem fara fram í kennslustofum. Með hugtakinu umbreyting er átt við að
innihald eða vinnuferli breytast til muna með tölvunotkun. Það sama má segja um
tölvustudda samvinnu í fjarnámi þar sem hluti samstarfsins fer fram með hjálp tölvu
og á netinu. Nemendum er skipað í þriggja til fjögurra manna hópa og eru ýmsar að-
ferðir notaðar við hópskiptingu. Nemendur skipta með sér verkum og vinnur hver
sinn hluta heima hjá sér. Þeir nota mismunandi samskiptaforrit, leitarvélar og gagna-
grunna á netinu til að afla upplýsinga, til að miðla upplýsingum, til að bera saman
bækur sínar og til að vinna saman. Afurð slíkrar samvinnu er oft og tíðum birt eða
kynnt á netinu á vefráðstefnum, á vefsíðum eða með glærukynningu. í sumum tilvik-
um er afurð tölvustuddrar samvinnu notuð til að búa til efnisflokkaðan gagnagrunn
á netinu sem allir hafa aðgang að.
NIÐURLAG
Rannsókn sem þessi hefur ekki áður verið gerð hérlendis svo að ég viti. Hún á von-
andi eftir að verða verðugt innlegg í umræðuna um skipulag fjarnáms og kennslu-
fræði fjarnáms á háskólastigi. Rannsóknin veitir innsýn í námsstíl og aðstæður sex
fjarnemenda sem stundað hafa nám við KHi. Hún varpar ljósi á tengsl fjarnáms sem
námsforms og námsstíls fjarnemenda og hvernig námsumhverfi fjarnemenda við
KHÍ er háttað. Ég tel að sú aðferð, sem notuð var í þessari rannsókn, að taka hálfop-
in viðtöl við nokkra fjarnemendur og fá þá til að halda dagbók í tvær vikur, sé ein af
mörgum leiðum til að fá fram sjónarmið fjarnemenda og viðhorf til rannsóknarefnis-
ins.
Ég tel jafnframt vel þess virði að gera aðra umfangsmeiri rannsókn við KHÍ á sama
sviði og bera saman annars vegar námsstíl fjarnemenda og hins vegar námsstíl nem-
enda sem stunda staðnám. Það væri einnig áhugavert að bera saman námsstíl fjar-
nemenda við KHÍ og námsstíl fjarnemenda við aðra háskóla. í slíkum rannsóknum
væri t.d. hægt að hafa til viðmiðunar námslíkan fræðimannanna Ritu og Ken Dunn.
Auk þess væri hægt að bera saman mismunandi fjarnámsform við sömu skóla og
hafa kennslulíkan M. Allyson Macdonald til viðmiðunar við greiningu.
125