Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 142

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 142
UM UM BÆKUR Annað nýmæli, sem varðar efnistök, má telja að á hverju tímabili er fjallað um þrjá þætti: 1) sviðsmyndina, helstu drætti í fólksfjölda- og atvinnuþróun; 2) uppeldisskil- yrði barna, heimsmynd þeirra og viðhorf til uppeldis; 3) sjálfa sögu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (sem voru lengst af tvær sjálfstæðar stofnanir). Höfundur kvartar réttilega undan því að erfitt sé að setja skólasöguna í samhengi við „almenna sögu aðra" með því að lítið hafi verið ritað um skólasögu. Ætlun hans sé fyrst og fremst að „gefa svipmynd af sögu skólans í þessi 150 ár ..." (bls. 7). í verkinu reynist Árni Daníel að flestu leyti trúr þessum ásetningi sínum. Til þess að skýra sviðsmyndina nýtir hann sér einkum byggðarsögurit Guðna Jónssonar, Vigfúsar Guðmundssonar, Saga Eyrarbakka (Rv. 1945-1949), og Ingu Láru Baldurs- dóttur, Margur í sandinn hér markaöi slóð (Eyrarbakka 1998), sem og félagssögurann- sóknir, m.a. doktorsritgerð Finns Magnússonar, The Hidden Class (Árhus 1990). En þótt efnið sé hér að mestu sótt til annarra (þ.e. byggt á eftirheimildum), þá túlkar höfundur þróunina á nokkuð sjálfstæðan hátt. Þannig leggur hann áherslu á að tíma- bil nútímavæðingar hafi í þessum strandbyggðum ekki staðið nema í ein 40 ár, fram til 1920, með því að þá hafi fólksfjölgun verið þar á enda (sjá bls. 8). I fólksfjölda- og atvinnulegu tilliti hafi þá tekið við hnignunarskeið er varaði fram að síðari heims- styrjöld. En hér gekk ekki hið sama yfir hin ólíku svið þjóðfélagsins. Eins og höfundur bendir á, átti sér síður en svo stað hnignun í félags- og skólalífi þessara strandbyggða (sjá bls. 97-103). Verkalýðsstéttin innleiddi m.a. hugsunarhátt nýrra tíma, verkalýðsfélagið gerðist afl í stjórnmálalífi staðanna og útvegaði öreigum (tómthúsmönnum) ræktarland þar sem æ fleiri gátu stundað ræktun og búskap í smáum stíl. Nývæðingin hafði þannig í för með sér nokkuð „mótsagnakennda" þróun, m.a. afturhvarf til fornra búskaparhátta. Þegar þess er gætt ennfremur að ýmsir ávextir annarrar iðnbyltingarinnar, t.d. bílasamgöngur, vatnsveita og rafvæð- ing, skiluðu sér ekki að marki til strandbyggðanna fyrr en eftir 1920, virðist vafasamt að eigna íbúa- og efnahagsþróuninni einni sér jafnmikið vægi og höfundur gerir. Að mínum dómi tekst Árna Daníel einna best upp í lýsingu á æskuárum og upp- vaxtarskilyrðum á tveimur fyrstu tímabilunum. Hér byggist lýsingin að verulegu leyti á frumheimildum, æviminningum, uppeldishandbókum, kennslubókum o.þ.h. Síðarnefndu heimildaflokkarnir leiða beint inn í veröld skólans og þá heimsmynd sem þar var haldið að uppvaxandi kynslóðum, fyrst hákristilega en síðar, upp úr aldamótunum, afhelgaða í nafni þjóðlegrar nytjahyggju. En eftir því sem líður á tíma- bilið vill lýsingin rakna nokkuð sundur og heildarsvipurinn verður ógleggri, nema að því leyti að unglingamenning eftirstríðsáranna varð til þess að marka ný skil milli kynslóða og opna fyrir alþjóðlegum tískustraumum. Þriðji þátturinn, sjálft skólahaldið, er vitaskuld höfuðstef þessarar sögu og sá sem styðst mest við frumheimildir. í tveimur fyrstu hlutum verksins fær skóiahaldið þó minna rými en við hefði mátt búast (bls. 54-87, 114-146, að meðtöldum þeim síðum sem fjalla um almennan ramma skólahaldsins). Hvað elsta tímabilið áhrærir, eykur frásögnin ekki miklu við það sem fram kemur í riti Árelíusar Níelssonar. Hér má að verulegu leyti því um kenna að mikilvæg gögn um starfsemi skólans, eins og dag- bækur hans, hafa ekki varðveist. Leifar eftir skólahaldið eru í fátækara lagi og líður 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.